Varnarmaðurinn Hermann Hreiðarsson hefur dregið sig út úr íslenska landsliðshópnum sem mætir Slóvökum í vináttulandsleik á miðvikudaginn.
Hermann er meiddur og var þessi ákvörðun tekin eftir samráð við lækni íslenska landsliðsins. Hermann hélt því af stað til Englands í dag.
Íslenska landsliðið hélt til Bratislava í Slóvakíu á páskadag. Heldur er hráslagalegt í Bratislava og bæði kalt og blautt.
Fyrsta æfing dagsins þurfti því að fara fram á gervigrasi og voru leikmenn, þjálfarar og aðstoðarmenn, vel dúðaðir á æfingunni.
Leikurinn við Slóvaka hefst kl. 19:15 á miðvikudaginn og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Af vefsíðu KSÍ.