Ísland vann Slóvakíu 2-1 Elvar Geir Magnússon skrifar 26. mars 2008 20:45 Ólafur Jóhannesson. Vináttulandsleik Slóvakíu og Íslands er lokið. Ísland vann góðan 2-1 sigur ytra með mörkum frá Gunnari Heiðari Þorvaldssyni og Eiði Smára Guðjohnsen. Ísland átti ekki skot að marki í fyrri hálfleik en í þeim síðari færðist liðið framar á völlinn. Á 71. mínútu skoraði Gunnar Heiðar en hann kom inn sem varamaður. Eiður kom Íslandi tveimur mörkum yfir á 82. mínútu en heimamenn minnkuðu muninn fimm mínútum síðar. Leikurinn var í beinni textalýsingu hér á Vísi og má sjá hana hér að neðan:21:11 Leik lokið: Slóvakía 1-2 Ísland 21:11 Tryggvi Guðmundsson inn fyrir Emil þegar 92 mínútur eru á klukkunni. 21:10 Skrtel skallar yfir úr fínu færi í uppbótartíma. Þarna hefðu Slóvakar getað jafnað. 21:08 Veigar Páll Gunnarsson kemur inn fyrir Eið Smára á 90. mínútu. Veigar að spila sinn nítjánda landsleik. 21:05 MARK Slóvakía 1-2 Ísland Marek Mintal minnkar muninn með hörkuskoti við vítateigslínuna á 87. mínútu. 21:00 MARK Slóvakía 0-2 Ísland Eiður Smári kemur Íslandi í 2-0. Ekki hans flottasta mark. Ísland fékk hornspyrnu og eftir vandræðagang í vörn heimamanna datt boltinn fyrir Eið sem kom boltanum í netið. 20:56 Slóvakar hafa fengið nokkur góð færi til að jafna metin sem ekki hafa nýst. Rúmar tíu mínútur til leiksloka. 20:50 MARK Slóvakía 0-1 Ísland Varamaðurinn Gunnar Heiðar kemur Íslandi yfir. Bjarni Ólafur Eiríksson átti fyrirgjöf frá vinstri. Gunnar var í teignum og hamraði boltann glæsilega í netið, óverjandi fyrir markvörð Slóvaka 20:48 Heimamenn nálægt því að brjóta ísinn. Áttu gott skot sem Kjartan varði í horn. Eftir hornspyrnuna kom síðan skalli naumlega framhjá. 20:45 Skipting á 66. mínútu. Atli Sveinn Þórarinsson kemur inn fyrir Grétar Rafn. Ragnar færist þar með í hægri bakvörðinn en Atli fer í miðvörðinn. „Seinni hálfleikurinn hefur verið mun betri hjá íslenska liðinu. Við sækjum meira, höldum boltanum betur og erum klókari," segir Bjarni Jóhannsson. 20:42 Fyrsta skipting íslenska liðsins á 64. mínútu. Theodór Elmar fer af velli en í stað hans kemur Gunnar Heiðar Þorvaldsson. 20:40 Slóvakar fengu mjög gott færi en Kjartan Sturluson varði virkilega vel í horn. Kjartan hefur nú haldið marki íslenska landsliðsins hreinu í 315 mínútur. 20:37 Ólafur Ingi fær fyrsta gula spjald leiksins fyrir harða tæklingu. 20:34 Fyrsta skot Íslands kemur á 55. mínútu. Brotið var á Eiði Smári, sem hefur varla verið sjáanlegur í leiknum, og dæmd aukaspyrna. Emil skaut úr spyrnunni en boltinn yfir markið og engin hætta. 20:31 Ísland fékk sína fyrstu hornspyrnu en markvörður heimamanna varði fyrirgjöfina auðveldlega. 20:27 Seinni hálfleikur er hafinn og íslenska liðið náði að bjarga á línu eftir aðeins þriggja mínútna leik. Það er ofankoma og kuldalegt í Slóvakíu. Engar breytingar voru gerðar á íslenska liðinu í hálfleiknum. „Heilt yfir hefur Aron Einar verið okkar besti maður. Vonandi heldur hann áfram að þroskast og þróast í rétta átt. Maður sér það strax að þarna er leikmaður sem við getum byggt eitthvað kringum," segir Ólafur Þórðarson, gestur í myndveri Stöðvar 2 Sport. 20:12 Ísland átti ekki skot að marki í fyrri hálfleiknum en vonandi breytist það í seinni hálfleik. Leikur íslenska liðsins batnaði eftir því sem á hálfleikinn leið. 20:07 Hálfleikur - Staðan markalaus. 20:01 Slóvakar með skalla í stöng á 40. mínútu. Léleg dekkning hjá íslenska liðinu sem slapp þarna með skrekkinn. 19:51 Marek Sapara með fínt skot úr aukaspyrnu af talsverðu færi. Kjartan Sturluson tók enga áhættu og varði boltann vel í horn. „Ég held að við getum verið mjög sáttir við spilamennskuna. Við fengum á okkur færi á fyrstu tíu mínútunum en síðan höfum við verið að spila þetta vel. Við eigum reyndar enn eftir að eiga almennilegt skot á markið en það kemur með þolinmæðinni," segir Bjarni Jóhannsson sem lýsir leiknum á Stöð 2 Sport. 19:42 Slóvakar hika ekki við að skjóta af löngum færum. Áttu skot rétt framhjá rétt áðan og svo skot rétt yfir.19:37 Heimamenn verið mun líklegri fyrsta stundarfjórðunginn og nóg að gera hjá varnarmönnum íslenska liðsins. 19:32 Slóvakar hættulegir. Ragnar Sigurðsson gerði slæm mistök í vörninni og heimamenn skutu í slá. Kristján Örn skallaði boltann í horn. Eftir hornið náðu Slóvakar skoti á markið en það laust og beint á Kjartan Sturluson. 19:29 Fyrsta sókn Íslands. Theodór Elmar átti góða sendingu í teiginn á Emil Hallfreðsson sem nær þó ekki að taka á móti boltanum. 19:26 Slóvakar fengu fyrstu hornspyrnu leiksins eftir fimm mínútna leik en boltinn yfir alla í teignum. Emil Hallfreðsson varð fyrir samstuði og haltrar aðeins en við vonum að hann jafni sig á því. 19:20 Leikurinn er farinn af stað. Martin Skrtel, varnarmaður Liverpool, er fyrirliði Slóvaka. 19:16 Verið er að spila þjóðsöngvana. Kristján Örn Sigurðsson er fyrirliði íslenska landsliðsins í fyrsta sinn en hann er að leika sinn 28. landsleik. „Ég vil fyrst og fremst sjá góðan varnarleik, ef við sjáum hann í dag þá vitum við að liðið er á réttri leið," segir Magnús Gylfason fyrir leikinn á Stöð 2 Sport. 19:08 Nú eru aðeins nokkrar mínútur í þennan leik en hann er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Lið Íslands (4-5-1): Kjartan Sturluson (m); Grétar Rafn Steinsson, Ragnar Sigurðsson, Kristján Örn Sigurðsson (f), Bjarni Ólafur Eiríksson; Aron Einar Gunnarsson, Stefán Gíslason, Ólafur Ingi Skúlason, Theodór Elmar Bjarnason, Emil Hallfreðsson; Eiður Smári Guðjohnsen. Íslenski boltinn Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Fótbolti Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira
Vináttulandsleik Slóvakíu og Íslands er lokið. Ísland vann góðan 2-1 sigur ytra með mörkum frá Gunnari Heiðari Þorvaldssyni og Eiði Smára Guðjohnsen. Ísland átti ekki skot að marki í fyrri hálfleik en í þeim síðari færðist liðið framar á völlinn. Á 71. mínútu skoraði Gunnar Heiðar en hann kom inn sem varamaður. Eiður kom Íslandi tveimur mörkum yfir á 82. mínútu en heimamenn minnkuðu muninn fimm mínútum síðar. Leikurinn var í beinni textalýsingu hér á Vísi og má sjá hana hér að neðan:21:11 Leik lokið: Slóvakía 1-2 Ísland 21:11 Tryggvi Guðmundsson inn fyrir Emil þegar 92 mínútur eru á klukkunni. 21:10 Skrtel skallar yfir úr fínu færi í uppbótartíma. Þarna hefðu Slóvakar getað jafnað. 21:08 Veigar Páll Gunnarsson kemur inn fyrir Eið Smára á 90. mínútu. Veigar að spila sinn nítjánda landsleik. 21:05 MARK Slóvakía 1-2 Ísland Marek Mintal minnkar muninn með hörkuskoti við vítateigslínuna á 87. mínútu. 21:00 MARK Slóvakía 0-2 Ísland Eiður Smári kemur Íslandi í 2-0. Ekki hans flottasta mark. Ísland fékk hornspyrnu og eftir vandræðagang í vörn heimamanna datt boltinn fyrir Eið sem kom boltanum í netið. 20:56 Slóvakar hafa fengið nokkur góð færi til að jafna metin sem ekki hafa nýst. Rúmar tíu mínútur til leiksloka. 20:50 MARK Slóvakía 0-1 Ísland Varamaðurinn Gunnar Heiðar kemur Íslandi yfir. Bjarni Ólafur Eiríksson átti fyrirgjöf frá vinstri. Gunnar var í teignum og hamraði boltann glæsilega í netið, óverjandi fyrir markvörð Slóvaka 20:48 Heimamenn nálægt því að brjóta ísinn. Áttu gott skot sem Kjartan varði í horn. Eftir hornspyrnuna kom síðan skalli naumlega framhjá. 20:45 Skipting á 66. mínútu. Atli Sveinn Þórarinsson kemur inn fyrir Grétar Rafn. Ragnar færist þar með í hægri bakvörðinn en Atli fer í miðvörðinn. „Seinni hálfleikurinn hefur verið mun betri hjá íslenska liðinu. Við sækjum meira, höldum boltanum betur og erum klókari," segir Bjarni Jóhannsson. 20:42 Fyrsta skipting íslenska liðsins á 64. mínútu. Theodór Elmar fer af velli en í stað hans kemur Gunnar Heiðar Þorvaldsson. 20:40 Slóvakar fengu mjög gott færi en Kjartan Sturluson varði virkilega vel í horn. Kjartan hefur nú haldið marki íslenska landsliðsins hreinu í 315 mínútur. 20:37 Ólafur Ingi fær fyrsta gula spjald leiksins fyrir harða tæklingu. 20:34 Fyrsta skot Íslands kemur á 55. mínútu. Brotið var á Eiði Smári, sem hefur varla verið sjáanlegur í leiknum, og dæmd aukaspyrna. Emil skaut úr spyrnunni en boltinn yfir markið og engin hætta. 20:31 Ísland fékk sína fyrstu hornspyrnu en markvörður heimamanna varði fyrirgjöfina auðveldlega. 20:27 Seinni hálfleikur er hafinn og íslenska liðið náði að bjarga á línu eftir aðeins þriggja mínútna leik. Það er ofankoma og kuldalegt í Slóvakíu. Engar breytingar voru gerðar á íslenska liðinu í hálfleiknum. „Heilt yfir hefur Aron Einar verið okkar besti maður. Vonandi heldur hann áfram að þroskast og þróast í rétta átt. Maður sér það strax að þarna er leikmaður sem við getum byggt eitthvað kringum," segir Ólafur Þórðarson, gestur í myndveri Stöðvar 2 Sport. 20:12 Ísland átti ekki skot að marki í fyrri hálfleiknum en vonandi breytist það í seinni hálfleik. Leikur íslenska liðsins batnaði eftir því sem á hálfleikinn leið. 20:07 Hálfleikur - Staðan markalaus. 20:01 Slóvakar með skalla í stöng á 40. mínútu. Léleg dekkning hjá íslenska liðinu sem slapp þarna með skrekkinn. 19:51 Marek Sapara með fínt skot úr aukaspyrnu af talsverðu færi. Kjartan Sturluson tók enga áhættu og varði boltann vel í horn. „Ég held að við getum verið mjög sáttir við spilamennskuna. Við fengum á okkur færi á fyrstu tíu mínútunum en síðan höfum við verið að spila þetta vel. Við eigum reyndar enn eftir að eiga almennilegt skot á markið en það kemur með þolinmæðinni," segir Bjarni Jóhannsson sem lýsir leiknum á Stöð 2 Sport. 19:42 Slóvakar hika ekki við að skjóta af löngum færum. Áttu skot rétt framhjá rétt áðan og svo skot rétt yfir.19:37 Heimamenn verið mun líklegri fyrsta stundarfjórðunginn og nóg að gera hjá varnarmönnum íslenska liðsins. 19:32 Slóvakar hættulegir. Ragnar Sigurðsson gerði slæm mistök í vörninni og heimamenn skutu í slá. Kristján Örn skallaði boltann í horn. Eftir hornið náðu Slóvakar skoti á markið en það laust og beint á Kjartan Sturluson. 19:29 Fyrsta sókn Íslands. Theodór Elmar átti góða sendingu í teiginn á Emil Hallfreðsson sem nær þó ekki að taka á móti boltanum. 19:26 Slóvakar fengu fyrstu hornspyrnu leiksins eftir fimm mínútna leik en boltinn yfir alla í teignum. Emil Hallfreðsson varð fyrir samstuði og haltrar aðeins en við vonum að hann jafni sig á því. 19:20 Leikurinn er farinn af stað. Martin Skrtel, varnarmaður Liverpool, er fyrirliði Slóvaka. 19:16 Verið er að spila þjóðsöngvana. Kristján Örn Sigurðsson er fyrirliði íslenska landsliðsins í fyrsta sinn en hann er að leika sinn 28. landsleik. „Ég vil fyrst og fremst sjá góðan varnarleik, ef við sjáum hann í dag þá vitum við að liðið er á réttri leið," segir Magnús Gylfason fyrir leikinn á Stöð 2 Sport. 19:08 Nú eru aðeins nokkrar mínútur í þennan leik en hann er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Lið Íslands (4-5-1): Kjartan Sturluson (m); Grétar Rafn Steinsson, Ragnar Sigurðsson, Kristján Örn Sigurðsson (f), Bjarni Ólafur Eiríksson; Aron Einar Gunnarsson, Stefán Gíslason, Ólafur Ingi Skúlason, Theodór Elmar Bjarnason, Emil Hallfreðsson; Eiður Smári Guðjohnsen.
Íslenski boltinn Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Fótbolti Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira