Brasilíski framherjinn Ronaldo hjá AC Milan er á góðum batavegi eftir hnéuppskurðinn sem hann fór í á dögunum og er laus af hækjum. Margir héldu að ferill kappans væri á enda þegar hann meiddist þann 13. febrúar.
Ronaldo er sagður á undan áætlun í endurhæfingarferlinu og bæði leikmaðurinn og læknir hans eru mjög sáttir við stöðu mála.
"Ég er mjög ánægður með hvernig gengur í endurhæfingunni og ég finn ekki lengur til í hnénu," sagði Ronaldo.