Romero vann í New Orleans Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. mars 2008 10:55 Andres Romero með sigurlaunin sín í gær. Nordic Photos / Getty Images Argentínski kylfingurinn Andres Romero vann um helgina sigur í Zurich Classic-mótinu í New Orleans en þetta var fyrsti sigurinn hans á PGA-mótaröðinni. Romero lék á 68 höggum í gær og lék samtals á þrettán höggum undir pari. Annar varð Peter Lonard frá Ástralíu á tólf höggum undir pari og Tim Wilkinson frá Nýja-Sjálandi varð þriðji á ellefu höggum undir pari. Þetta er í sjötta skiptið á síðustu sjö árum sem kylfingur vinnur sinn fyrsta PGA-sigur í New Orleans. Þetta er því frægur vettvangur fyrir kylfinga að brjótast fram á sjónarsviðið og sérstaklega fyrir þá sem ekki eru bandarískir. Frægasta dæmið um þetta er Vijay Singh sem vann sitt fyrsta mót í New Orleans árið 2004. Romero komst inn á Evrópumótaröðina í golfi með því að verða í fjórtánda sæti á Áskorendamótaröðinni árið 2005. Árið 2006 komst hann á lista 100 bestu kylfinga heims en það ár varð hann í áttunda sæti á opna breska meistaramótinu. Ári síðar varð hann í þriðja sæti á sama móti og vann sinn fyrsta sigur á Evrópumótaröðinni. Í ár hefur hann verið að komast hægt og rólega á skrið. Hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn í fyrstu þremur mótum tímabilsins á PGA-mótaröðinni en kláraði síðustu þrjú mót fyrir sigurinn í New Orleans. Golf Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Argentínski kylfingurinn Andres Romero vann um helgina sigur í Zurich Classic-mótinu í New Orleans en þetta var fyrsti sigurinn hans á PGA-mótaröðinni. Romero lék á 68 höggum í gær og lék samtals á þrettán höggum undir pari. Annar varð Peter Lonard frá Ástralíu á tólf höggum undir pari og Tim Wilkinson frá Nýja-Sjálandi varð þriðji á ellefu höggum undir pari. Þetta er í sjötta skiptið á síðustu sjö árum sem kylfingur vinnur sinn fyrsta PGA-sigur í New Orleans. Þetta er því frægur vettvangur fyrir kylfinga að brjótast fram á sjónarsviðið og sérstaklega fyrir þá sem ekki eru bandarískir. Frægasta dæmið um þetta er Vijay Singh sem vann sitt fyrsta mót í New Orleans árið 2004. Romero komst inn á Evrópumótaröðina í golfi með því að verða í fjórtánda sæti á Áskorendamótaröðinni árið 2005. Árið 2006 komst hann á lista 100 bestu kylfinga heims en það ár varð hann í áttunda sæti á opna breska meistaramótinu. Ári síðar varð hann í þriðja sæti á sama móti og vann sinn fyrsta sigur á Evrópumótaröðinni. Í ár hefur hann verið að komast hægt og rólega á skrið. Hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn í fyrstu þremur mótum tímabilsins á PGA-mótaröðinni en kláraði síðustu þrjú mót fyrir sigurinn í New Orleans.
Golf Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira