Rolando Bianchi er farinn frá Manchester City og hefur skrifað undir fimm ára samning við Torino á Ítalíu. Hann var keyptur til City í fyrra en átti ekki fast sæti og var lánaður til Lazio seinni hluta síðasta tímabils.
Hann skoraði fimm mörk í 24 leikjum fyrir Manchester City en tímabilið á undan skoraði hann átján mörk fyrir Reggina.
Bianchi til Torino
