Staða Kubica vonlítil í titilslagnum 18. október 2008 13:12 Robert Kubica telur litlar líkur á því að hann nái að skáka Hamilton og Massa í titilslagnum. Mynd: Getty Images Staða Robert Kubica í stigamótinu í Formúlu 1 er harla vonlítill eftir tímatökuna í morgun. Hann náð aðeins tólfta besta tíma, en var færður upp um eitt sæti á ráslínu, eftir að Mark Webber var færður niður um tíu sæti vegna vélaskipta. Kubica er 12 stigum á eftir Lewis Hamilton í stigamótinu og 7 stigum á eftir Felipe Massa. Hámarksstig út úr mótunum tveimur eru 20 stig fyrir sigur og það verður því þungur róður fyrir Kubica að sækja á toppmennina tvo í ljósi stöðunnar á ráslínu. Kubica hefur verið í vandræðum með bíl sinn alla helgina og náði honum ekki góðum fyrir lokaumferð tímatökunnar. "Ég er alls ekki í góðum málum. En ég hef séð það verra. Verst er að ég get ekki breytt bílnum núna, það er ekki leyfilegt", sagði Kubica. "Ég mun reyna að ná í sem flest stig, en það er nánast borinn von að ég geti náði í 13 stig í tveimur mótum úr þessu. En í heildina litið er ég ánægður með gang mála hjá BMW í mótum ársins. Ég hef gert mistök sem kostuðu dýrmæt stig og ég var stundum óheppinn með innkomu öryggisbílsins. Um tíma fannst mér vanta meiri þróunarvinnu hjá BMW, en ég var allavega að slást um titilinn. Svo er þetta nú ekki alveg búið ennþá", sagði Kubica. Sjá nánar um mótið sem verður í beinni útsendingu kl. 06.30 á sunnudagsmorgun á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá. Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Staða Robert Kubica í stigamótinu í Formúlu 1 er harla vonlítill eftir tímatökuna í morgun. Hann náð aðeins tólfta besta tíma, en var færður upp um eitt sæti á ráslínu, eftir að Mark Webber var færður niður um tíu sæti vegna vélaskipta. Kubica er 12 stigum á eftir Lewis Hamilton í stigamótinu og 7 stigum á eftir Felipe Massa. Hámarksstig út úr mótunum tveimur eru 20 stig fyrir sigur og það verður því þungur róður fyrir Kubica að sækja á toppmennina tvo í ljósi stöðunnar á ráslínu. Kubica hefur verið í vandræðum með bíl sinn alla helgina og náði honum ekki góðum fyrir lokaumferð tímatökunnar. "Ég er alls ekki í góðum málum. En ég hef séð það verra. Verst er að ég get ekki breytt bílnum núna, það er ekki leyfilegt", sagði Kubica. "Ég mun reyna að ná í sem flest stig, en það er nánast borinn von að ég geti náði í 13 stig í tveimur mótum úr þessu. En í heildina litið er ég ánægður með gang mála hjá BMW í mótum ársins. Ég hef gert mistök sem kostuðu dýrmæt stig og ég var stundum óheppinn með innkomu öryggisbílsins. Um tíma fannst mér vanta meiri þróunarvinnu hjá BMW, en ég var allavega að slást um titilinn. Svo er þetta nú ekki alveg búið ennþá", sagði Kubica. Sjá nánar um mótið sem verður í beinni útsendingu kl. 06.30 á sunnudagsmorgun á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá.
Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira