Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona sem vann í kvöld 5-3 sigur á Real Murcia í lokaumferð spænsku úrvalsdeildarinnar.
Eiði Smára var skipt af velli á 75. mínútu en hann komst vel frá sínu og átti þátt í einu marka Börsunga. Hann lék á miðjunni með Xavi og Giovani í leiknum.
Ochoa kom Real Murcia yfir á 15. mínútu en Samuel Eto'o, Thierry Henry og Giovani skoruðu þrívegis fyrir leikhlé og breyttu stöðunni í 3-1 fyrir Barcelona.
Giovani bætti við tveimur mörkum í síðari hálfleik og fullkomnaði þrennuna áður en Ivan Alonso og Abel skoruðu tvívegis fyrir heimamenn á síðustu tíu mínútum leiksins.