Gengi Fannie Mae og Freddie Mac hrundi 8. september 2008 13:34 Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, þegar hann tilkynnti um yfirtökuna á fasteignalánasjóðunum í Washington í gær. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa í hálfopinberu fasteignalánasjóðunum Fannie Mae og Freddie Mac hrundi um rúm áttatíu prósent við upphaf viðskiptadagsins í Bandaríkjunum í dag. Þetta er nokkurn vegin í samræmi við væntingar eftir að tilkynnt var í gær að stjórnvöld hafi tekið yfir stjórn stjóðanna. Líkt og fram hefur komið hefur forstjórum beggja sjóða verið vísað frá auk þess sem stjórnvöld segja stjórnendur sjóðanna hafa ýkt eiginfjárstöðu þeirra. Ekki mun þó hafa verið um blekkingar að ræða heldur jákvæðar skattafærslur. Þá munu stjórnvöld smám saman bæta hlutafé í báða sjóði og eign hluthafa þeirra því smám saman þynnast út. Þetta er ein viðamesta björgunaraðgerð stjórnvalda í heimi innan fjármálageirans til þessa. Gengi bréfa í Fannie Mae stóð við lokun markaða á föstudag í 7,04 dölum á hlut. Það hefur nú fallið um heil 84,8 prósent og stendur það í 1,07 dölum. Þá stóð gengi bréfa í Freddie Mac í 5,1 dal á hlut við lokun markaða á föstudag. Það hefur fallið um 80 prósent og er nú komið í 1,25 dal á hlut. Gengið gekk lítillega til baka þegar á leið. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 1,89 prósent við upphaf dags en Nasdaq-vísitalan um 0,53 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gengi hlutabréfa í hálfopinberu fasteignalánasjóðunum Fannie Mae og Freddie Mac hrundi um rúm áttatíu prósent við upphaf viðskiptadagsins í Bandaríkjunum í dag. Þetta er nokkurn vegin í samræmi við væntingar eftir að tilkynnt var í gær að stjórnvöld hafi tekið yfir stjórn stjóðanna. Líkt og fram hefur komið hefur forstjórum beggja sjóða verið vísað frá auk þess sem stjórnvöld segja stjórnendur sjóðanna hafa ýkt eiginfjárstöðu þeirra. Ekki mun þó hafa verið um blekkingar að ræða heldur jákvæðar skattafærslur. Þá munu stjórnvöld smám saman bæta hlutafé í báða sjóði og eign hluthafa þeirra því smám saman þynnast út. Þetta er ein viðamesta björgunaraðgerð stjórnvalda í heimi innan fjármálageirans til þessa. Gengi bréfa í Fannie Mae stóð við lokun markaða á föstudag í 7,04 dölum á hlut. Það hefur nú fallið um heil 84,8 prósent og stendur það í 1,07 dölum. Þá stóð gengi bréfa í Freddie Mac í 5,1 dal á hlut við lokun markaða á föstudag. Það hefur fallið um 80 prósent og er nú komið í 1,25 dal á hlut. Gengið gekk lítillega til baka þegar á leið. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 1,89 prósent við upphaf dags en Nasdaq-vísitalan um 0,53 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira