Forseti hollenska úrvalsdeildarfélagsins Ajax segir ekkert hæft í þeim fregnum að félagið sé við það að ganga frá samningum þess efnis að Klaas Jan Huntelaar, leikmaður Ajax, verði seldur til Real Madrid.
Spænskir fjölmiðlar fullyrtu í gær að Real Madrid myndi tilkynna í annað hvort dag eða á morgun að Huntelaar myndi ganga til liðs við félagið þegar að félagaskiptaglugginn opnaði í janúar.
„Þetta er tóm þvæla," sagði Uri Coronel, forseti Ajax, í samtali við hollenska fjölmiðla. „Það er enginn slíkur samningur til."
Hann neitaði því þó ekki að eitthvað gæti gerst í þessum málum í framtíðinni. „Því sem hefur verið haldið fram er ekki rétt. En það þýðir ekki að eitthvað gæti ekki gerst í framtíðinni. En ég vil taka skýrt fram að það er Ajax sem stjórnar ferðinni í þessu mála, ekki Real Madrid eða fjölmiðlar."