Fílabeinsturn ráðherrans Guðni Ágústsson skrifar 27. júlí 2008 06:00 Það er eflaust erfitt að tilheyra daufri ríkisstjórn. Öðruvísi er ekki hægt að útskýra viðbrögð Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í Fréttablaðinu fyrir helgi þar sem hann rembist við að rægja Framsóknarflokkinn af fádæma yfirlæti. Tilgangur Einars er náttúrulega sá að drekkja umræðunni um dugleysi hans og allrar ríkisstjórnarinnar í brýnustu málum þjóðarinnar. Ef til vill er ekki við öðru að búast þegar menn eru málefnalega gjaldþrota og líði illa á sálinni. Þó Einar K. upplifi málefnalegar tillögur okkar framsóknarmanna, til aðstoðar vandræða ríkisstjórninni eins og margir eru farnir að nefna hana, sem neikvæðni þá eru það nú svo að þær hafa samhljóm þjóðfélagsins, atvinnulífsins og fyrirtækja. Þær eru jákvæðar fyrir fólkið í landinu og munu skila hér mýkri lendingu en ella. Þetta vita ábyrgu tvíburarnir í Sjálfstæðisflokknum, Illugi og Bjarni, sem taka nú undir þessar tillögur og rassskella forystu sína fyrir framan alþjóð. Það veldur eflaust reiði í flokknum, sérstaklega meðal þeirra sem hafa þjónað sérhagsmunum auðmanna. Ráðherra er því nær að líta í eigin barm. Hann tók 20 milljarða út úr sjóvarútveginum í mesta niðurskurði allra tíma, hann kokgleypti svokallaðar mótvægisaðgerðir sem gagnast ekki sjómönnunum, verkafólkinu né útgerðum. Sjávarútvegsráðherra er enginn auðfúsugestur í sjávarbyggðunum um þessar mundir. Fólkið spyr eftir aðgerðum. Vandi framsóknarmanna er þó ekki meiri en svo að sjálfstæðismenn hafa samband við okkur um allt land til sjávar og sveita og segjast ekki þekkja flokkinn sinn. Sjálfstæðisflokkurinn á eftir að fá þann skell sem hann á skilið fyrir aumt samstarf við Samfylkinguna, sem virkar eins og marglytta á Sjálfstæðisflokkinn og dregur úr honum allt afl. Það er engin kjölfesta í samstarfinu. Ráðning forsætisráðherra á Tryggva Þór Herbertssyni hefur orkað tvímælis, ekki bara hjá okkur framsóknarmönnum heldur vítt og breitt í samfélaginu. Tryggvi er eflaust ágætis piltur en aðeins einn af tugum hagfræðinga sem forsætisráðherra hefur aðgang að og ráðning hans því sjónarspil. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Ágústsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það er eflaust erfitt að tilheyra daufri ríkisstjórn. Öðruvísi er ekki hægt að útskýra viðbrögð Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í Fréttablaðinu fyrir helgi þar sem hann rembist við að rægja Framsóknarflokkinn af fádæma yfirlæti. Tilgangur Einars er náttúrulega sá að drekkja umræðunni um dugleysi hans og allrar ríkisstjórnarinnar í brýnustu málum þjóðarinnar. Ef til vill er ekki við öðru að búast þegar menn eru málefnalega gjaldþrota og líði illa á sálinni. Þó Einar K. upplifi málefnalegar tillögur okkar framsóknarmanna, til aðstoðar vandræða ríkisstjórninni eins og margir eru farnir að nefna hana, sem neikvæðni þá eru það nú svo að þær hafa samhljóm þjóðfélagsins, atvinnulífsins og fyrirtækja. Þær eru jákvæðar fyrir fólkið í landinu og munu skila hér mýkri lendingu en ella. Þetta vita ábyrgu tvíburarnir í Sjálfstæðisflokknum, Illugi og Bjarni, sem taka nú undir þessar tillögur og rassskella forystu sína fyrir framan alþjóð. Það veldur eflaust reiði í flokknum, sérstaklega meðal þeirra sem hafa þjónað sérhagsmunum auðmanna. Ráðherra er því nær að líta í eigin barm. Hann tók 20 milljarða út úr sjóvarútveginum í mesta niðurskurði allra tíma, hann kokgleypti svokallaðar mótvægisaðgerðir sem gagnast ekki sjómönnunum, verkafólkinu né útgerðum. Sjávarútvegsráðherra er enginn auðfúsugestur í sjávarbyggðunum um þessar mundir. Fólkið spyr eftir aðgerðum. Vandi framsóknarmanna er þó ekki meiri en svo að sjálfstæðismenn hafa samband við okkur um allt land til sjávar og sveita og segjast ekki þekkja flokkinn sinn. Sjálfstæðisflokkurinn á eftir að fá þann skell sem hann á skilið fyrir aumt samstarf við Samfylkinguna, sem virkar eins og marglytta á Sjálfstæðisflokkinn og dregur úr honum allt afl. Það er engin kjölfesta í samstarfinu. Ráðning forsætisráðherra á Tryggva Þór Herbertssyni hefur orkað tvímælis, ekki bara hjá okkur framsóknarmönnum heldur vítt og breitt í samfélaginu. Tryggvi er eflaust ágætis piltur en aðeins einn af tugum hagfræðinga sem forsætisráðherra hefur aðgang að og ráðning hans því sjónarspil. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun