Di Grassi kveðst líklegur arftaki Piquet 24. október 2008 10:58 Lucas di Grassi hefur verið þróunarökumaður og stendur hér að baki Alonso og Piquet ásamt Roman Grosejan. Mynd: Getty Images Brasilíumaðurinn Lucas di Grassi segist vongóður um að taka sæti Nelson Piquet hjá Renault á næsta keppnistímabili. Piquet hefur verið mistækur á árinu, en di Grassi var í fremstu röð í GP 2 mótaröðinni á árinu, auk þess að vera þróunarökumaður Renault. GP 2 mótaröðin hefur alið af sér marga Formúlu 1 ökumenn og Flavio Briatore hjá Renault gaf það í skyn á dögunum að Piquet gæti verið á útleið. "Ég vil stíga næsta skref og komast í Formúlu 1 og það er góður möguleiki á að ég verði í þeirri mótaröð á næsta ári. Renault er fyrsti kostur minn, en ef ég fæ leyfi, þá myndi ég leit til annarra liða," sagði di Grassi. Honda og Torro Rosso eiga enn eftir að staðfesta ökumenn sína og reyndar Renault líka, en flest bendir til að Fernando Alonso verði áfram hjá liðinu. "Þetta er undir Renault komið, sem hefur fyrsta rétt á störfum mínum. Ég er að bíða eftir ákvörðun þeirra, eða hvort ég fæ leyfi til að tala við aðra aðila," sagði di Grassi. Báðir ökumenn eru Brasilíumenn og lokamótið í Formúlunni verður einmitt í Brasilíu um aðra helgi. Þá ræðst hvort Brasilíumaðurinn Felipe Massa eða Bretinn Lewis Hamilton verður heimsmeistari. Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Brasilíumaðurinn Lucas di Grassi segist vongóður um að taka sæti Nelson Piquet hjá Renault á næsta keppnistímabili. Piquet hefur verið mistækur á árinu, en di Grassi var í fremstu röð í GP 2 mótaröðinni á árinu, auk þess að vera þróunarökumaður Renault. GP 2 mótaröðin hefur alið af sér marga Formúlu 1 ökumenn og Flavio Briatore hjá Renault gaf það í skyn á dögunum að Piquet gæti verið á útleið. "Ég vil stíga næsta skref og komast í Formúlu 1 og það er góður möguleiki á að ég verði í þeirri mótaröð á næsta ári. Renault er fyrsti kostur minn, en ef ég fæ leyfi, þá myndi ég leit til annarra liða," sagði di Grassi. Honda og Torro Rosso eiga enn eftir að staðfesta ökumenn sína og reyndar Renault líka, en flest bendir til að Fernando Alonso verði áfram hjá liðinu. "Þetta er undir Renault komið, sem hefur fyrsta rétt á störfum mínum. Ég er að bíða eftir ákvörðun þeirra, eða hvort ég fæ leyfi til að tala við aðra aðila," sagði di Grassi. Báðir ökumenn eru Brasilíumenn og lokamótið í Formúlunni verður einmitt í Brasilíu um aðra helgi. Þá ræðst hvort Brasilíumaðurinn Felipe Massa eða Bretinn Lewis Hamilton verður heimsmeistari.
Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira