Engisprettur koma aftur á svið 26. september 2008 02:45 Leiklist Þetta samtímaverk frá Serbíu var ein athyglisverðasta sýning á liðnum vetri og nú er það tekið upp á ný.Mynd/Þjóðleikhúsið – Eddi Leikhúsunnendum sem misstu af Engisprettum á liðnu leikári gefst nú tækifæri til að sjá þessa rómuðu leiksýningu, en efnt verður til fimm aukasýninga á verkinu nú í haust. Sýningar hefjast í Þjóðleikhúsinu um helgina. Engisprettur voru frumsýndar seint á síðasta leikári. Þetta heillandi verk serbneska leikskáldsins Biljönu Srbljanovic vakti mikla athygli á liðnu leikári og gagnrýnendur lofuðu sýninguna í hástert. Sýningin var tilnefnd til fimm Grímuverðlauna á liðnu vori. Þórhildur Þorleifsdóttir var tilnefnd fyrir leikstjórn og Guðrún S. Gísladóttir fyrir leik, en einnig hlutu útlitshönnuðir sýningarinnar allir tilnefningu; leikmyndahöfundurinn Vytautas Narbutas, búningahöfundurinn Filippía I. Elísdóttir og Lárus Björnsson ljósahönnuður. Biljana Srbljanovic er eitt athyglisverðasta leikskáld samtímans, en í leikritum sínum nær hún á einstæðan hátt að sameina leiftrandi húmor, bráðskemmtilega persónusköpun, næma skoðun á manneskjunni og skarpa þjóðfélagsrýni. Í Engisprettum er fjallað um fjölskylduna, átök ólíkra kynslóða og viðleitni mannsins til að komast af, á snjallan og meinfyndinn hátt. Við kynnumst fjölda litríkra persóna og fylgjumst með því hvernig örlög þeirra tvinnast saman. Einvala lið leikara túlkar persónur verksins, þau Anna Kristín Arngrímsdóttir, Arnar Jónsson, Eggert Þorleifsson, Friðrik Friðriksson, Guðrún Snæfríður Gísladóttir, Gunnar Eyjólfsson, Hjalti Rögnvaldsson, Pálmi Gestsson, Sólveig Arnarsdóttir, Þóra Karítas Árnadóttir og Þórunn Lárusdóttir. Þýðandi verksins er Davíð Þór Jónsson. Aðeins fimm sýningar verða á verkinu en nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni www.leikhusid.is. Mest lesið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Leikhúsunnendum sem misstu af Engisprettum á liðnu leikári gefst nú tækifæri til að sjá þessa rómuðu leiksýningu, en efnt verður til fimm aukasýninga á verkinu nú í haust. Sýningar hefjast í Þjóðleikhúsinu um helgina. Engisprettur voru frumsýndar seint á síðasta leikári. Þetta heillandi verk serbneska leikskáldsins Biljönu Srbljanovic vakti mikla athygli á liðnu leikári og gagnrýnendur lofuðu sýninguna í hástert. Sýningin var tilnefnd til fimm Grímuverðlauna á liðnu vori. Þórhildur Þorleifsdóttir var tilnefnd fyrir leikstjórn og Guðrún S. Gísladóttir fyrir leik, en einnig hlutu útlitshönnuðir sýningarinnar allir tilnefningu; leikmyndahöfundurinn Vytautas Narbutas, búningahöfundurinn Filippía I. Elísdóttir og Lárus Björnsson ljósahönnuður. Biljana Srbljanovic er eitt athyglisverðasta leikskáld samtímans, en í leikritum sínum nær hún á einstæðan hátt að sameina leiftrandi húmor, bráðskemmtilega persónusköpun, næma skoðun á manneskjunni og skarpa þjóðfélagsrýni. Í Engisprettum er fjallað um fjölskylduna, átök ólíkra kynslóða og viðleitni mannsins til að komast af, á snjallan og meinfyndinn hátt. Við kynnumst fjölda litríkra persóna og fylgjumst með því hvernig örlög þeirra tvinnast saman. Einvala lið leikara túlkar persónur verksins, þau Anna Kristín Arngrímsdóttir, Arnar Jónsson, Eggert Þorleifsson, Friðrik Friðriksson, Guðrún Snæfríður Gísladóttir, Gunnar Eyjólfsson, Hjalti Rögnvaldsson, Pálmi Gestsson, Sólveig Arnarsdóttir, Þóra Karítas Árnadóttir og Þórunn Lárusdóttir. Þýðandi verksins er Davíð Þór Jónsson. Aðeins fimm sýningar verða á verkinu en nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni www.leikhusid.is.
Mest lesið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira