Þjóð í þoku Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 23. október 2008 06:00 Íslenska þjóðin er í frjálsu falli og nær ekki lendingu, ekki fyrr en hún fær að vita hver raunveruleg staða þjóðarbúsins, og heimilanna, er. Ráðherrar hafa talað um að staðan sé slæm, jafnvel verri en þeir héldu, en ekki er skýrt hversu slæm hún er. Almenningur líður fyrir óvissuna. Það er þó betra að vita í hversu hræðilegri stöðu við erum sem þjóð svo við getum byrjað að vinna okkur út úr henni í stað þess að sitja heima og naga neglur þar sem við sveiflumst á milli þess að ímynda okkur svartnættið og reyna að halda í bjartsýnina. Óvissan kemur til vegna þess að það er ekki nægjanleg, eða jafnvel misvísandi, upplýsingagjöf frá stjórnvöldum. En það virðist ekki bara vera þjóðin sem er í óvissu. Síðast í gær var Geir H. Haarde að tala um hversu erfitt væri að gera þjóðhagsspá fyrir Ísland þar sem óvissa væri um hagstærðir. Að minnsta kosti sumir ráðherrar vita betur en aðrir hve vandinn er stór og hvernig rætt er um að mæta honum, en fátt er gefið upp á meðan staðið er í viðræðum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, bresk stjórnvöld og fleiri. Það er gert ráð fyrir atvinnuleysi, en hve miklu? Á fólk að gera ráð fyrir því í skipulagningu heimilisbókhaldsins að missa vinnuna? Það er talað um að skattar muni hækka, en hve mikið? Gert er ráð fyrir miklum halla á rekstri ríkisins og sveitarfélaga. Það hlýtur að kalla á samdrátt hjá hinu opinbera, en hvar verður sá samdráttur? Sveitarfélögin hafa, í þessu óvissuástandi, staðið sig heldur betur en ríkið í að lýsa yfir hvaða útgjaldaliði skuli verja og leggja þar helst áherslu á mennta- og velferðarsvið. En hið opinbera telur það einnig sitt hlutverk að halda uppi ákveðnu atvinnustigi með því að draga ekki um of úr framkvæmdum. Hvernig staðið verður að slíku er ekki ljóst. Talað hefur verið um mörg hundruð milljarða lántökur ríkisins. Eru þetta allt lán sem falla á almenning í formi aukinnar skattbyrðar? Eða er verið að ræða um „millibilslán" sem verða greidd þegar eignir bankanna komast í verð og verður af þeirri ástæðu ekki velt yfir á almenning? Hvaða áhrif hefur það að fyrrum langstærsti banki Íslands er nú orðinn minnstur? Þeir sem reka fyrirtæki eru í sömu svartaþokunni og íslenskur almenningur og vita vart hvort fyrirtæki þeirra muni lifa eða deyja. Forsvarsmennirnir tala jafnvel um að þeir viti ekki hve mikið þeir skulda og hvað þeir eiga. Mjög illa gengur að skipuleggja veturinn í því ljósi og á hvaða mannafla er þörf. Þeir allra svartsýnustu horfa í kring um sig og reyna að finna fyrirtæki sem verður ekki búið að loka eða koma í ríkiseigu innan fárra mánaða. Heimilin í landinu horfa á lán og matvöruverð hækka og vona að verðbólgan muni ekki hafa of afdrifarík áhrif. Í þessu ástandi er ekki að undra þótt þjóðin öll kalli á svör. Það er ekki einungis krafa þjóðarinnar að vita hvernig heilsufari ríkisins er háttað, hún vill taka þátt í umræðunum og ákvörðunum um hvernig að uppbyggingunni verður staðið. Krafan hlýtur að vera sú að á hinu Nýja Íslandi sé leyndarhyggju ríkisvaldsins kastað fyrir róða og hægt verði, á rólegan og yfirvegaðan hátt, komast út úr þokunni og sjá til himins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun
Íslenska þjóðin er í frjálsu falli og nær ekki lendingu, ekki fyrr en hún fær að vita hver raunveruleg staða þjóðarbúsins, og heimilanna, er. Ráðherrar hafa talað um að staðan sé slæm, jafnvel verri en þeir héldu, en ekki er skýrt hversu slæm hún er. Almenningur líður fyrir óvissuna. Það er þó betra að vita í hversu hræðilegri stöðu við erum sem þjóð svo við getum byrjað að vinna okkur út úr henni í stað þess að sitja heima og naga neglur þar sem við sveiflumst á milli þess að ímynda okkur svartnættið og reyna að halda í bjartsýnina. Óvissan kemur til vegna þess að það er ekki nægjanleg, eða jafnvel misvísandi, upplýsingagjöf frá stjórnvöldum. En það virðist ekki bara vera þjóðin sem er í óvissu. Síðast í gær var Geir H. Haarde að tala um hversu erfitt væri að gera þjóðhagsspá fyrir Ísland þar sem óvissa væri um hagstærðir. Að minnsta kosti sumir ráðherrar vita betur en aðrir hve vandinn er stór og hvernig rætt er um að mæta honum, en fátt er gefið upp á meðan staðið er í viðræðum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, bresk stjórnvöld og fleiri. Það er gert ráð fyrir atvinnuleysi, en hve miklu? Á fólk að gera ráð fyrir því í skipulagningu heimilisbókhaldsins að missa vinnuna? Það er talað um að skattar muni hækka, en hve mikið? Gert er ráð fyrir miklum halla á rekstri ríkisins og sveitarfélaga. Það hlýtur að kalla á samdrátt hjá hinu opinbera, en hvar verður sá samdráttur? Sveitarfélögin hafa, í þessu óvissuástandi, staðið sig heldur betur en ríkið í að lýsa yfir hvaða útgjaldaliði skuli verja og leggja þar helst áherslu á mennta- og velferðarsvið. En hið opinbera telur það einnig sitt hlutverk að halda uppi ákveðnu atvinnustigi með því að draga ekki um of úr framkvæmdum. Hvernig staðið verður að slíku er ekki ljóst. Talað hefur verið um mörg hundruð milljarða lántökur ríkisins. Eru þetta allt lán sem falla á almenning í formi aukinnar skattbyrðar? Eða er verið að ræða um „millibilslán" sem verða greidd þegar eignir bankanna komast í verð og verður af þeirri ástæðu ekki velt yfir á almenning? Hvaða áhrif hefur það að fyrrum langstærsti banki Íslands er nú orðinn minnstur? Þeir sem reka fyrirtæki eru í sömu svartaþokunni og íslenskur almenningur og vita vart hvort fyrirtæki þeirra muni lifa eða deyja. Forsvarsmennirnir tala jafnvel um að þeir viti ekki hve mikið þeir skulda og hvað þeir eiga. Mjög illa gengur að skipuleggja veturinn í því ljósi og á hvaða mannafla er þörf. Þeir allra svartsýnustu horfa í kring um sig og reyna að finna fyrirtæki sem verður ekki búið að loka eða koma í ríkiseigu innan fárra mánaða. Heimilin í landinu horfa á lán og matvöruverð hækka og vona að verðbólgan muni ekki hafa of afdrifarík áhrif. Í þessu ástandi er ekki að undra þótt þjóðin öll kalli á svör. Það er ekki einungis krafa þjóðarinnar að vita hvernig heilsufari ríkisins er háttað, hún vill taka þátt í umræðunum og ákvörðunum um hvernig að uppbyggingunni verður staðið. Krafan hlýtur að vera sú að á hinu Nýja Íslandi sé leyndarhyggju ríkisvaldsins kastað fyrir róða og hægt verði, á rólegan og yfirvegaðan hátt, komast út úr þokunni og sjá til himins.