Reikna má með baráttu um bandaríska fjárfestingarbankann Lehman Brothers. Orðrómur hefur verið á lofti um að hann kunni að feta í fótspor fjárfestingarbankans Bear Stearns, sem JP Morgan og bandaríski seðlabankinn björguðu í sameiningu frá gjaldþroti í vor. Bréf bankans hafa fallið um 75 prósent frá áramótum.
Fyrir nokkru var frá því greint að kóreski þróunarbankinn væri að leita fjárfesta til að leggja fram tilboð í fjórðungshlut bankans. Í vikunni greindi svo kóreska dagblaðið Chosun Ilbo frá því að evrópski risabankinn HSBC væri að vinna með kínverskum banka og fleirum að því að taka sama hlut. Financial Times greindu frá því í gær að eftirlaunasjóður Kóreuhers væri einn hugsanlegra fjárfesta.
Deilt er um verðið, að sögn breska dagblaðsins Times, er liggja á bilinu 4,4 til 5,3 milljarðar Bandaríkjadala (rúmir 370 til 450 milljarðar króna). - jab/-msh
