NBA: Meistararnir 2-0 undir gegn New Orleans 6. maí 2008 09:44 Tyson Chandler og Chris Paul brosa sínu breiðasta, enda komnir í 2-0 gegn meisturunum NordcPhotos/GettyImages Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppninni í NBA deildinni í nótt. Detroit náði 2-0 forystu gegn Orlando og New Orleans vann öruggan sigur á meisturum San Antonio. Lið New Orleans heldur áfram að koma á óvart og eftir jafnan fyrri hálfleik annars leiks liðsins gegn San Antonio í nótt, stakk liðið af í þriðja leikhlutanum sem það vann 36-18 og eftir það var sigurinn aldrei í hættu. Lokatölur 102-84 fyrir New Orleans. Chris Paul skoraði 30 stig og gaf 12 stoðsendingar - og sýndi götuboltatilþrif hvað eftir annað þegar hann prjónaði sig í gegn um vörn meistaranna. Peja Stojakovic bætti við 25 stigum fyrir New Orleans, þar af fimm þristum. New Orleans er þar með fyrsta liðið síðan árið 2001 sem nær að komast í 2-0 forystu gegn San Antonio í seríu í úrslitaleppni, en það gerði síðast meistaralið LA Lakers á sínum tíma og vann reyndar einvígið 4-0. Tim Duncan var atkvæðamestur í liði San Antonio með 18 stig og 8 fráköst, Manu Ginobili skoraði 13 stig og Tony Parker aðeins 11. Næsti leikur fer fram í San Antonio á fimmtudagskvöldið, en þar er ljóst að heimamenn verða heldur betur að finna taktinn eftir tvo slaka leiki í New Orleans. Detroit komst í 2-0 gegn Orlando Detroit Pistons varði heimavöllinn sinn gegn Orlando og náði 2-0 forystu í einvígi liðanna í nótt með 100-93 sigri. Chauncey Billups skoraði 28 stig fyrir Detroit í sigrinum, en umdeild þriggja stiga karfa sem hann skoraði undir lok þriðja leikhluta olli miklum deilum vegna meintra mistaka á ritaraborði. Sigur Detroit var þó langt frá því að vera auðveldur og var það téður Billups sem tryggði heimamönnum endanlega sigurinn með tveimur vítaskotum þegar tæpar 11 sekúndur voru eftir af leiknum. Rasheed Wallace og Tayshaun Prince skoruðu 17 stig hvor fyrir Detroit. Dwight Howard skoraði 22 stig og hirti 18 fráköst fyrir Orlando, Jameer Nelson skoraði 22 stig og Rashard Lewis 20 stig. Leikur þrjú í seríunni er í Orlando á miðvikudagskvöldið. NBA Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Fleiri fréttir Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Sjá meira
Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppninni í NBA deildinni í nótt. Detroit náði 2-0 forystu gegn Orlando og New Orleans vann öruggan sigur á meisturum San Antonio. Lið New Orleans heldur áfram að koma á óvart og eftir jafnan fyrri hálfleik annars leiks liðsins gegn San Antonio í nótt, stakk liðið af í þriðja leikhlutanum sem það vann 36-18 og eftir það var sigurinn aldrei í hættu. Lokatölur 102-84 fyrir New Orleans. Chris Paul skoraði 30 stig og gaf 12 stoðsendingar - og sýndi götuboltatilþrif hvað eftir annað þegar hann prjónaði sig í gegn um vörn meistaranna. Peja Stojakovic bætti við 25 stigum fyrir New Orleans, þar af fimm þristum. New Orleans er þar með fyrsta liðið síðan árið 2001 sem nær að komast í 2-0 forystu gegn San Antonio í seríu í úrslitaleppni, en það gerði síðast meistaralið LA Lakers á sínum tíma og vann reyndar einvígið 4-0. Tim Duncan var atkvæðamestur í liði San Antonio með 18 stig og 8 fráköst, Manu Ginobili skoraði 13 stig og Tony Parker aðeins 11. Næsti leikur fer fram í San Antonio á fimmtudagskvöldið, en þar er ljóst að heimamenn verða heldur betur að finna taktinn eftir tvo slaka leiki í New Orleans. Detroit komst í 2-0 gegn Orlando Detroit Pistons varði heimavöllinn sinn gegn Orlando og náði 2-0 forystu í einvígi liðanna í nótt með 100-93 sigri. Chauncey Billups skoraði 28 stig fyrir Detroit í sigrinum, en umdeild þriggja stiga karfa sem hann skoraði undir lok þriðja leikhluta olli miklum deilum vegna meintra mistaka á ritaraborði. Sigur Detroit var þó langt frá því að vera auðveldur og var það téður Billups sem tryggði heimamönnum endanlega sigurinn með tveimur vítaskotum þegar tæpar 11 sekúndur voru eftir af leiknum. Rasheed Wallace og Tayshaun Prince skoruðu 17 stig hvor fyrir Detroit. Dwight Howard skoraði 22 stig og hirti 18 fráköst fyrir Orlando, Jameer Nelson skoraði 22 stig og Rashard Lewis 20 stig. Leikur þrjú í seríunni er í Orlando á miðvikudagskvöldið.
NBA Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Fleiri fréttir Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum