Mark Webber, ökumaður Red Bull-liðsins í Formúlu 1, segir að Max Mosley hafi orðið íþróttinni til skammar.
Mosley er formaður Alþjóða akstursíþróttasambandsins og var sagt frá því í ensku pressunni fyrir skemmstu að hann hefði tekið þátt í hópkynlífi með fimm vændiskonum sem hafi verið með nasistaþema.
„Þessi skandall hefur orðið íþróttinni til skammar," sagði Webber en Mosley hefur neitað að segja af sér. „Hvort sem okkur líkar það eða ekki erum við öll fyrirmyndir og Formúlan má einfaldlega ekki við svona áföllum."
Hann vildi þó ekki segja hvort honum þætti að Mosley ætti að segja af sér. Framtíð Mosley verður þó ákveðin á fundi Alþjóða akstursíþróttasambandsins þann 3. júní næstkomandi.
Webber vill losna við Mosley
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn

Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool
Enski boltinn

Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR
Íslenski boltinn

Aubameyang syrgir fallinn félaga
Fótbolti



„Skitum á okkur í þriðja leikhluta“
Körfubolti


Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA
Körfubolti