Bankahólfið: Hvað gerir Magnús nú? 16. apríl 2008 00:01 Magnús Þorsteinsson Óhætt er að segja að minna fari fyrir athafnamanninum Magnúsi Þorsteinssyni í íslensku samfélagi en áður. Magnús var stjórnarformaður Avion Group sem átti að verða stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í heimi, en það gekk ekki eftir og félaginu var skipt upp. Nú síðast var hann svo stjórnarformaður Eimskips en lét óvænt þar af störfum og hið sama gerist nú hjá Icelandic, sem glímir við mikinn rekstrarvanda. Því er spurt; Hvað gerir Magnús nú? Úr stjórn í framkvæmdastjórnBankarnir reyna þessa dagana að draga úr kostnaði og yfirbyggingu, meðal annars með fækkun starfsfólks. Enn kemur þó fyrir að tilkynnt er um nýráðningar og það gerðist á dögunum þegar Kristinn Þór Geirsson var ráðinn framkvæmdastjóri Fjármála- og rekstrarsviðs Glitnis. Hann tekur sem slíkur sæti í framkvæmdastjórn bankans.Athygli vekur að ekki eru nema fáeinar vikur síðan Kristinn Þór var kosinn í stjórn Glitnis á aðalfundi, en hann lætur nú af þeim störfum og tekur sæti í framkvæmdastjórninni í staðinn. Að undanförnu hefur Kristinn Þór verið stjórnarformaður og síðar forstjóri B&L, en áður hafði hann meðal annars verið framkvæmdastjóri Sunds ehf. og rekstrarsviðs Samskipa. Haukur Guðjónsson tekur sæti í stjórn Glitnis í stað Kristins Þórs.Aðalfundar beðiðEnn er beðið aðalfundar hjá Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins og 24 stunda, en þar er fastlega búist við að skipt verði um stjórnarformann í ljósi þess að Björgólfur Guðmundsson hefur nú tryggt sér öll ítök í fyrirtækinu. Jafnvel er búist við að fundað verði í lok næstu viku. Sá sem líklegastur þykir sem nýr stjórnarformaður fyrirtækisins í stað Stefáns P. Eggertssonar er Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvár og verðandi formaður Samtaka atvinnulífsins, en það mun þó ekki fullfrágengið. Almennt er gert ráð fyrir að eitt fyrsta verk Þórs verði að ráða Ólaf Þ. Stephensen sem ritstjóra Morgunblaðsins í stað Styrmis Gunnarssonar, en Ólafur hefur um skeið stýrt systurblaðinu. Hvort hann verður einn ritstjóri er hins vegar ekki ljóst, né hver tekur þá við stjórnartaumunum á 24 stundum. Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Sjá meira
Óhætt er að segja að minna fari fyrir athafnamanninum Magnúsi Þorsteinssyni í íslensku samfélagi en áður. Magnús var stjórnarformaður Avion Group sem átti að verða stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í heimi, en það gekk ekki eftir og félaginu var skipt upp. Nú síðast var hann svo stjórnarformaður Eimskips en lét óvænt þar af störfum og hið sama gerist nú hjá Icelandic, sem glímir við mikinn rekstrarvanda. Því er spurt; Hvað gerir Magnús nú? Úr stjórn í framkvæmdastjórnBankarnir reyna þessa dagana að draga úr kostnaði og yfirbyggingu, meðal annars með fækkun starfsfólks. Enn kemur þó fyrir að tilkynnt er um nýráðningar og það gerðist á dögunum þegar Kristinn Þór Geirsson var ráðinn framkvæmdastjóri Fjármála- og rekstrarsviðs Glitnis. Hann tekur sem slíkur sæti í framkvæmdastjórn bankans.Athygli vekur að ekki eru nema fáeinar vikur síðan Kristinn Þór var kosinn í stjórn Glitnis á aðalfundi, en hann lætur nú af þeim störfum og tekur sæti í framkvæmdastjórninni í staðinn. Að undanförnu hefur Kristinn Þór verið stjórnarformaður og síðar forstjóri B&L, en áður hafði hann meðal annars verið framkvæmdastjóri Sunds ehf. og rekstrarsviðs Samskipa. Haukur Guðjónsson tekur sæti í stjórn Glitnis í stað Kristins Þórs.Aðalfundar beðiðEnn er beðið aðalfundar hjá Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins og 24 stunda, en þar er fastlega búist við að skipt verði um stjórnarformann í ljósi þess að Björgólfur Guðmundsson hefur nú tryggt sér öll ítök í fyrirtækinu. Jafnvel er búist við að fundað verði í lok næstu viku. Sá sem líklegastur þykir sem nýr stjórnarformaður fyrirtækisins í stað Stefáns P. Eggertssonar er Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvár og verðandi formaður Samtaka atvinnulífsins, en það mun þó ekki fullfrágengið. Almennt er gert ráð fyrir að eitt fyrsta verk Þórs verði að ráða Ólaf Þ. Stephensen sem ritstjóra Morgunblaðsins í stað Styrmis Gunnarssonar, en Ólafur hefur um skeið stýrt systurblaðinu. Hvort hann verður einn ritstjóri er hins vegar ekki ljóst, né hver tekur þá við stjórnartaumunum á 24 stundum.
Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Sjá meira
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent