Hugleiða að taka Alfesca af markaði Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 19. nóvember 2008 00:01 Ólafur ásamt stjórnendum Alfesca. Stjórnarformaður Alfesca segir stjórnendur velta framtíð félagsins fyrir sér. Afskráning komi til greina. Mynd/GVA „Við höfum sýnt ákveðna biðlund. En framtíð Alfesca er óljós og við munum skoða marga kosti til að bæta hag hluthafa,“ segir Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Alfesca. Ólafur er jafnframt stjórnarformaður Samskipa. Hann segir ganginn yfirleitt góðan en krefjandi fyrir þau fyrirtæki sem hann stjórni og snúa að alþjóðlegum mörkuðum. Ágætlega gangi þrátt fyrir þrengingar í Bretlandi en erfiðleikar í Eystrasaltsríkjunum og í Rússlandi hafi komið niður á Samskipum. Gangurinn sé þó góður enda hagi menn seglum eftir vindi. Alfesca sóttist eftir evruskráningu hlutabréfa á síðasta ári. Tafir urðu á skráningunni eins og áður var frá greint þegar Seðlabankinn gerði athugasemd við hana og frestaðist skráningin. Síðustu áætlanir Kauphallarinnar og Verðbréfaskráningar miðuðu við að Seðlabanki Finnlands tæki uppgjörið að sér til framtíðar. Við fall bankanna þriggja breyttust forsendur gagnvart Finnlandsbanka en Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, sagði í samtali við Markaðinn fyrir hálfum mánuði að semja verði við annan banka um evruuppgjör og verkferla því tengdu. Ólafur segir hrun bankanna og dýfu krónunnar hafa sömuleiðis snert mjög við hluthafa Alfesca. Mestu skipti um fall krónu, ekki síst gagnvart evru. „Ég held að það hefði bætt stöðu hluthafa verulega ef við hefðum skráð hlutaféð í evrur,“ segir Ólafur. „Við höfum verið mjög þolinmóðir og sýnt ástandinu skilning. Aðstæður í dag eru hins vegar slíkar að við þurfum að endurskoða stöðuna.“ Hann segir hugsanlegt að halda ýmist félaginu á markaði eða afskrá það. Í framhaldinu mætti skoða skráningu í öðru landi, svo sem í Sviss eða Frakklandi. Að minnsta kosti tvö fyrirtæki sem skráð eru í Kauphöllina hafa íhugað slíkt upp á síðkastið, samkvæmt heimildum Markaðarins. Tvíhliða skráning kæmi ekki til greina. Hann segir erlenda hluthafa hafa horft til evruskráningar lengi. Einn þeirra var sheikh Mohamed Bin Khalifa Al-Thani, bróðir emírsins af Katar, sem stefndi á að kaupa 12,6 prósent hlutafjár í Alfesca. Al-Thani keypti raunar rétt rúman fimm prósenta hlut í Kaupþingi fyrir 25,5 milljarða króna hálfum mánuði áður en ríkið tók bankann yfir. Við það gufaði upphæðin upp en viku síðar hætti hann við kaup í Alfesca. Sjálfur sá Ólafur á eftir háum fjárhæðum við fall Kaupþings en hann var næststærsti hluthafi bankans, skráður fyrir tæpum 9,9 prósenta hlut þegar ríkið tók bankann yfir. Markaðsverðmæti hlutarins þá nam 47,8 milljörðum króna á síðasta degi en er nú einskis virði. Þrátt fyrir það tekur hann ekki þátt í að skoða hvort höfðað verði mál á hendur breskum yfirvöldum vegna falls Kaupþings ásamt Existu, sem var stærsti hluthafi bankans. „Við fylgjumst bara með því þar til ákveðið verður hvort farið verði í mál,“ segir hann. Markaðir Viðskipti Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf“ Atvinnulíf Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
„Við höfum sýnt ákveðna biðlund. En framtíð Alfesca er óljós og við munum skoða marga kosti til að bæta hag hluthafa,“ segir Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Alfesca. Ólafur er jafnframt stjórnarformaður Samskipa. Hann segir ganginn yfirleitt góðan en krefjandi fyrir þau fyrirtæki sem hann stjórni og snúa að alþjóðlegum mörkuðum. Ágætlega gangi þrátt fyrir þrengingar í Bretlandi en erfiðleikar í Eystrasaltsríkjunum og í Rússlandi hafi komið niður á Samskipum. Gangurinn sé þó góður enda hagi menn seglum eftir vindi. Alfesca sóttist eftir evruskráningu hlutabréfa á síðasta ári. Tafir urðu á skráningunni eins og áður var frá greint þegar Seðlabankinn gerði athugasemd við hana og frestaðist skráningin. Síðustu áætlanir Kauphallarinnar og Verðbréfaskráningar miðuðu við að Seðlabanki Finnlands tæki uppgjörið að sér til framtíðar. Við fall bankanna þriggja breyttust forsendur gagnvart Finnlandsbanka en Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, sagði í samtali við Markaðinn fyrir hálfum mánuði að semja verði við annan banka um evruuppgjör og verkferla því tengdu. Ólafur segir hrun bankanna og dýfu krónunnar hafa sömuleiðis snert mjög við hluthafa Alfesca. Mestu skipti um fall krónu, ekki síst gagnvart evru. „Ég held að það hefði bætt stöðu hluthafa verulega ef við hefðum skráð hlutaféð í evrur,“ segir Ólafur. „Við höfum verið mjög þolinmóðir og sýnt ástandinu skilning. Aðstæður í dag eru hins vegar slíkar að við þurfum að endurskoða stöðuna.“ Hann segir hugsanlegt að halda ýmist félaginu á markaði eða afskrá það. Í framhaldinu mætti skoða skráningu í öðru landi, svo sem í Sviss eða Frakklandi. Að minnsta kosti tvö fyrirtæki sem skráð eru í Kauphöllina hafa íhugað slíkt upp á síðkastið, samkvæmt heimildum Markaðarins. Tvíhliða skráning kæmi ekki til greina. Hann segir erlenda hluthafa hafa horft til evruskráningar lengi. Einn þeirra var sheikh Mohamed Bin Khalifa Al-Thani, bróðir emírsins af Katar, sem stefndi á að kaupa 12,6 prósent hlutafjár í Alfesca. Al-Thani keypti raunar rétt rúman fimm prósenta hlut í Kaupþingi fyrir 25,5 milljarða króna hálfum mánuði áður en ríkið tók bankann yfir. Við það gufaði upphæðin upp en viku síðar hætti hann við kaup í Alfesca. Sjálfur sá Ólafur á eftir háum fjárhæðum við fall Kaupþings en hann var næststærsti hluthafi bankans, skráður fyrir tæpum 9,9 prósenta hlut þegar ríkið tók bankann yfir. Markaðsverðmæti hlutarins þá nam 47,8 milljörðum króna á síðasta degi en er nú einskis virði. Þrátt fyrir það tekur hann ekki þátt í að skoða hvort höfðað verði mál á hendur breskum yfirvöldum vegna falls Kaupþings ásamt Existu, sem var stærsti hluthafi bankans. „Við fylgjumst bara með því þar til ákveðið verður hvort farið verði í mál,“ segir hann.
Markaðir Viðskipti Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf“ Atvinnulíf Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira