Frank Lampard hefur gert fjögurra ára samning við Inter á Ítalíu eftir því sem France Football heldur fram í dag.
Þar hittir hann fyrir fyrrum knattspyrnustjóra sinn hjá Chelsea, Jose Mourinho, sem tók við Inter nú í vor.
Eftir því sem kemur fram í fréttinni mun Lampard fá um 5,8 milljónir punda í árslaun eða um 939 milljónir króna. Samkvæmt því fær hann rúmar 78 milljónir króna í mánaðarlaun.
Talið er líklegt að Deco verði ætlað það hlutverk að fylla skarð Lampard hjá Chelsea.