Ferðalag í hundana Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar 3. júní 2008 05:00 Nákvæmlega klukkan 06.50 hvern virkan dag pípir síminn minn undur blíðlegt lag. Ekki þarf nema eitt skilvirkt handtak til að þagga niður í kvikindinu en nákvæmlega tíu mínútum seinna upphefur hann annað og grimmdarlegra garg sem kostar undantekningarlaust dálítið einvígi. Ég hamast við að reyna að sofa yfir mig en hann reynir staðfastlega að svipta heimilið næturkyrrðinni. Enn hefur mér því miður ekki tekist að kenna börnunum hversu unaðslegt það er að lúra lengur undir hlýrri sæng, heldur spretta þau upp eins og stálfjaðrir. Þar með er áreiti dagsins hafið fyrir alvöru. Með útvarpið í bakgrunni er vinnudagurinn ekki formlega hafinn fyrr en dagblöð og tölvupóstur hafa verið lesin og farinn dálítill blogghringur. Í því ferli nem ég til dæmis þann dýrmæta fróðleik að tjáning er ekki alltaf árangursrík fyrir fólk í tilfinningakreppu. Sú vitneskja hefði reyndar getað sparað dágóðan skilding, man það næst. Tek nokkur símtöl um leið og ég hræri í tölvunni, gramsa í pappírum á skrifborðinu og forgangsraða verkefnum sem óvæntar uppákomur sjá reyndar um að endurraða jafnóðum. Skrepp í Bónus í hádeginu, það er svo upplagt að nota tímann. Úps, gleymdi tannlækninum! Hver ætlaði aftur að sækja á leikskólann, var það ég? Aftur? Skynsamleg ákvörðun um að slökkva á útvarpi, sjónvarpi og síma og eiga þess í stað gæðastund með börnunum í eldhúsinu á eftir að draga dilk á eftir sér. Of lítið áreiti getur augljóslega verið varasamt. Einmitt á því andartaki sem ég rýni ofan í áhaldaskúffuna eftir verkfæri til að opna dós af niðursoðnum tómötum man ég alls ekki hvaða amboð væri heppilegt við þessar aðstæður. Sennilega ostaskeri, hvernig lítur hann aftur út? Skammhlaupið í höfðinu stóð stutt en var áhrifaríkt. Það rifjaði upp óbrigðula heilastarfsemi hér áður fyrr þegar andlit urðu kunnugleg og fengu nöfn í minninu alveg sjálfkrafa. Til að ná sama árangri nú þarf ég að nota sérstaka tækni frá Dale Carnegie við að raða í spjaldskrána í höfðinu, annars detta upplýsingarnar sem fara inn um annað eyrað viðstöðulaust út um hitt. Ef svo fer sem horfir mun mjólkin fara í bókahilluna og hamsturinn í ísskápinn, börnin út á náttfötunum og ég sjálf í hundana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun
Nákvæmlega klukkan 06.50 hvern virkan dag pípir síminn minn undur blíðlegt lag. Ekki þarf nema eitt skilvirkt handtak til að þagga niður í kvikindinu en nákvæmlega tíu mínútum seinna upphefur hann annað og grimmdarlegra garg sem kostar undantekningarlaust dálítið einvígi. Ég hamast við að reyna að sofa yfir mig en hann reynir staðfastlega að svipta heimilið næturkyrrðinni. Enn hefur mér því miður ekki tekist að kenna börnunum hversu unaðslegt það er að lúra lengur undir hlýrri sæng, heldur spretta þau upp eins og stálfjaðrir. Þar með er áreiti dagsins hafið fyrir alvöru. Með útvarpið í bakgrunni er vinnudagurinn ekki formlega hafinn fyrr en dagblöð og tölvupóstur hafa verið lesin og farinn dálítill blogghringur. Í því ferli nem ég til dæmis þann dýrmæta fróðleik að tjáning er ekki alltaf árangursrík fyrir fólk í tilfinningakreppu. Sú vitneskja hefði reyndar getað sparað dágóðan skilding, man það næst. Tek nokkur símtöl um leið og ég hræri í tölvunni, gramsa í pappírum á skrifborðinu og forgangsraða verkefnum sem óvæntar uppákomur sjá reyndar um að endurraða jafnóðum. Skrepp í Bónus í hádeginu, það er svo upplagt að nota tímann. Úps, gleymdi tannlækninum! Hver ætlaði aftur að sækja á leikskólann, var það ég? Aftur? Skynsamleg ákvörðun um að slökkva á útvarpi, sjónvarpi og síma og eiga þess í stað gæðastund með börnunum í eldhúsinu á eftir að draga dilk á eftir sér. Of lítið áreiti getur augljóslega verið varasamt. Einmitt á því andartaki sem ég rýni ofan í áhaldaskúffuna eftir verkfæri til að opna dós af niðursoðnum tómötum man ég alls ekki hvaða amboð væri heppilegt við þessar aðstæður. Sennilega ostaskeri, hvernig lítur hann aftur út? Skammhlaupið í höfðinu stóð stutt en var áhrifaríkt. Það rifjaði upp óbrigðula heilastarfsemi hér áður fyrr þegar andlit urðu kunnugleg og fengu nöfn í minninu alveg sjálfkrafa. Til að ná sama árangri nú þarf ég að nota sérstaka tækni frá Dale Carnegie við að raða í spjaldskrána í höfðinu, annars detta upplýsingarnar sem fara inn um annað eyrað viðstöðulaust út um hitt. Ef svo fer sem horfir mun mjólkin fara í bókahilluna og hamsturinn í ísskápinn, börnin út á náttfötunum og ég sjálf í hundana.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun