Stuðningsmenn Roma eru allt annað en ánægðir með tap liðsins gegn rúmenska smáliðinu Cluj í Meistaradeildinni í gær og veittust þeir að þjálfara liðsins þegar hann mætti á æfingu í hádeginu.
Stuðningsmennirnir hrópuðu að Luciano Spalletti og spurðu hann af hverju vantaði allt bit í Romaliðið - af hverju leikmennirnir spiluðu eins og litlar stelpur.
Lögregla var kölluð til að stilla til friðar eftir að stuðningsmennirnir neituðu að hleypa þjálfaranum inn á æfingasvæðið þrátt fyrir friðarumleitanir hans.