Ítalskir fjölmiðlar búast fastlega við því að Marcello Lippi muni taka við ítalska landsliðinu á nýjan leik. Roberto Donadoni er hættur með liðið en það var opinberað í dag.
Donadoni var kallaður inn á fund ítalska knattspyrnusambandsins í dag og honum tilkynnt að starfskrafta hans væri ekki óskað. Ítalía féll úr leik í átta liða úrslitum Evrópumótsins.