Umfjöllun: Slavica með stórleik og sigurkörfuna í toppslagnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2008 21:51 Slavica Dimovska tryggði Haukum sigurinn í kvöld Haukar komust á topp Iceland Express deildar kvenna í körfubolta eftir 76-73 sigur á Hamar í toppslag deildarinnar á Ásvöllum í kvöld. Slavica Dimovska átti frábæran leik í liði Hauka, skoraði 38 stig og gerði síðan út um leikinn á æsispennandi lokasekúndum með ótrúlegri sigurkörfu langt fyrir utan þriggja stiga línuna. Leikurinn var sveiflukenndur og spennuþrunginn og bæði lið sýndu á sér ýmsar hliðar. Liðin náðu bæði góðu forskoti í leiknum en misstu það niður. Haukar voru þannig 15 stigum yfir í 1. leikhluta (28-13) en Hamar náði að minnka muninn niður í 2 stig fyrir hálfleik (44-42) og var síðan komið 8 stigum yfir í 3. leikhluta (48-56). Lokamínúturnar voru síðan æsispennandi eftir að Haukar höfðu skorað 9 fyrstu stig fjórða leikhlutans og komist yfir í 68-65. Annar góður sprettur og sex stig í röð komu Hamar yfir í 70-73 en þá var komið að þætti Slavicu. Hamar var þremur stigum yfir þegar 23 sekúndur voru og Haukar tóki leikhlé. Hamar lokaði á þriggja stiga skot frá Slavicu sem átti þá stoðsendingu á Kristrúnu Sigurjónsdóttur sem jafnaði leikinn með þriggja stiga körfu þegar 12 sekúndur voru eftir. Slavica stal síðan boltanum af Lakiste Barkus þegar sex sekúndur voru eftir brunaði fram og setti niður þriggja stiga körfu um leið og leiktíminn rann út. Slavica tók skotið mitt á milli miðju og þriggja stiga línunnar. Slavica Dimovska átti frábæran leik í liði Hauka og var með 38 stig, 7 fráköst, 6 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Ragna Margrét Brynjarsdóttir var líka mjög sterk undir körfunni með 10 stig og 13 fráköst og fyrirliðinn Kristrún Sigurjónsdóttir setti síðan niður risastórt skot í lokin eftir að hafa verið lítið áberandi fram að því. Hjá Hamar voru erlendu leikmennirnir, Lakiste Barkus (20 stig, 5 stoðsendingar) og Julia Demirer (19 stig, 14 fráköst, 4 varin) í aðalhlutverki en Fanney Lind Guðmundsdóttir og Hafrún Hálfdánardóttir voru bestar af íslensku stelpunum. Haukar-Hamar 76-73 (44-42) Stig Hauka: Slavica Dimovska 38 (6 stoðs., 4 stolnir), Ragna Margrét Brynjarsdóttir 10 (13 frák.), Guðbjörg Sverrisdóttir 8, Kristrún Sigurjónsdóttir 7, Telma Björk Fjalarsdóttir 7 (7 frák.), Helena Hólm 4, María Lind Sigurðardóttir 2.Stig Hamars: Lakiste Barkus 20 (5 stoðs.), Julia Demirer 19 (14 frák., 4 varin), Fanney Lind Guðmundsdóttir 8, Hafrún Hálfdánardóttir 8, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 7, Íris Ásgeirsdóttir 6, Dúfa Dröfn Ásbjörnsdóttir 5. Dominos-deild kvenna Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Haukar komust á topp Iceland Express deildar kvenna í körfubolta eftir 76-73 sigur á Hamar í toppslag deildarinnar á Ásvöllum í kvöld. Slavica Dimovska átti frábæran leik í liði Hauka, skoraði 38 stig og gerði síðan út um leikinn á æsispennandi lokasekúndum með ótrúlegri sigurkörfu langt fyrir utan þriggja stiga línuna. Leikurinn var sveiflukenndur og spennuþrunginn og bæði lið sýndu á sér ýmsar hliðar. Liðin náðu bæði góðu forskoti í leiknum en misstu það niður. Haukar voru þannig 15 stigum yfir í 1. leikhluta (28-13) en Hamar náði að minnka muninn niður í 2 stig fyrir hálfleik (44-42) og var síðan komið 8 stigum yfir í 3. leikhluta (48-56). Lokamínúturnar voru síðan æsispennandi eftir að Haukar höfðu skorað 9 fyrstu stig fjórða leikhlutans og komist yfir í 68-65. Annar góður sprettur og sex stig í röð komu Hamar yfir í 70-73 en þá var komið að þætti Slavicu. Hamar var þremur stigum yfir þegar 23 sekúndur voru og Haukar tóki leikhlé. Hamar lokaði á þriggja stiga skot frá Slavicu sem átti þá stoðsendingu á Kristrúnu Sigurjónsdóttur sem jafnaði leikinn með þriggja stiga körfu þegar 12 sekúndur voru eftir. Slavica stal síðan boltanum af Lakiste Barkus þegar sex sekúndur voru eftir brunaði fram og setti niður þriggja stiga körfu um leið og leiktíminn rann út. Slavica tók skotið mitt á milli miðju og þriggja stiga línunnar. Slavica Dimovska átti frábæran leik í liði Hauka og var með 38 stig, 7 fráköst, 6 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Ragna Margrét Brynjarsdóttir var líka mjög sterk undir körfunni með 10 stig og 13 fráköst og fyrirliðinn Kristrún Sigurjónsdóttir setti síðan niður risastórt skot í lokin eftir að hafa verið lítið áberandi fram að því. Hjá Hamar voru erlendu leikmennirnir, Lakiste Barkus (20 stig, 5 stoðsendingar) og Julia Demirer (19 stig, 14 fráköst, 4 varin) í aðalhlutverki en Fanney Lind Guðmundsdóttir og Hafrún Hálfdánardóttir voru bestar af íslensku stelpunum. Haukar-Hamar 76-73 (44-42) Stig Hauka: Slavica Dimovska 38 (6 stoðs., 4 stolnir), Ragna Margrét Brynjarsdóttir 10 (13 frák.), Guðbjörg Sverrisdóttir 8, Kristrún Sigurjónsdóttir 7, Telma Björk Fjalarsdóttir 7 (7 frák.), Helena Hólm 4, María Lind Sigurðardóttir 2.Stig Hamars: Lakiste Barkus 20 (5 stoðs.), Julia Demirer 19 (14 frák., 4 varin), Fanney Lind Guðmundsdóttir 8, Hafrún Hálfdánardóttir 8, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 7, Íris Ásgeirsdóttir 6, Dúfa Dröfn Ásbjörnsdóttir 5.
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum