Ólafur Jóhannesson: Sigur í Glasgow myndi færa þjóðinni bros Hjalti Þór Hreinsson skrifar 29. mars 2009 16:06 Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari. Mynd/Stefán Landsliðsþjálfarinn Ólafur Jóhannesson var í viðtali við sunnudagsútgáfu skoska blaðsins Sunday Mail í tilefni stórleiksins á Hampden Park á miðvikudag. Leikur Íslands og Skotlands er algjör lykilleikur fyrir framhaldið í undankeppni HM 2010 í Suður-Afríku, en Holland er svo gott sem öruggt með sigur í riðlinum. Ólafur segir meðal annars að hann vilji vinna til að lyfta íslensku þjóðinni, sem hann lýsti hvernig hefði átt erfitt í kreppunni. "Vegna kreppunnar væri sérstakt að ná að vinna leiki, til dæmis þennan á Hampden og að komast í úrslitakeppni stórmóts. Ef við næðum því myndi það draga fram nauðsynleg bros á þjóðinni. Það myndi hjálpa þeim að komast í gegnum krísuna," sagði þjálfarinn. "Það væri svipað og handboltalandsliðið sem varð í öðru sæti á Ólympíuleikunum í fyrra, þjóðin ljómaði öll við það. Þetta er eins með fótboltann. Ef við vinnum verða allir ánægðir í landinu. Sigur myndi láta alla gleyma því hvað hefur gengið á. Það getir öskrað á sjónvarpið og hleypt reiðinni út," sagði Ólafur. Blaðamaður Sunday Mail fer mikinn um Eið Smára Guðjohnsen en Ólafur segir að íslenska landsliðið sé ekki eins manns lið. „Allir halda að liðið snúist bara um Eið. Þetta snýst alls ekki bara um hann - við erum nú með aðra stráka í liðinu sem geta unnið leiki fyrir okkur. Leikmennirnir verða að muna það líka," sagði Ólafur. Hann vonast einnig til þess að ná að nýta sér það að Skotar spiluðu erfiðan útileik gegn Hollendingum í gær, sem þeir töpuðu 3-0. „Þetta verður erfiður leikur. Holland mun vinna riðilinn en það eru fjórar þjóðir að berjast um annað sætið. Við getum öll tekið stig af hvert öðru þannig að hver leikur er eins og úrslitaleikur." „Skotar eru okkur aðeins fremri eins og Noregur en það hindrar okkur ekkert í því að reyna. Ég er ánægður með að Skotar spiluðu við Holland á laugardaginn, það þýðir að við getum einbeitt okkur 100 prósent að leiknum í Glasgow. Ég sá leikinn í Amsterdam og tek að við séum í góðri stöðu núna. Við ættum að hafa alla fríska og í toppformi á miðvikudaginn og það mun hjálpa okkur," sagði Ólafur Jóhannesson. Íslenski boltinn Mest lesið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Fleiri fréttir Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Ólafur Jóhannesson var í viðtali við sunnudagsútgáfu skoska blaðsins Sunday Mail í tilefni stórleiksins á Hampden Park á miðvikudag. Leikur Íslands og Skotlands er algjör lykilleikur fyrir framhaldið í undankeppni HM 2010 í Suður-Afríku, en Holland er svo gott sem öruggt með sigur í riðlinum. Ólafur segir meðal annars að hann vilji vinna til að lyfta íslensku þjóðinni, sem hann lýsti hvernig hefði átt erfitt í kreppunni. "Vegna kreppunnar væri sérstakt að ná að vinna leiki, til dæmis þennan á Hampden og að komast í úrslitakeppni stórmóts. Ef við næðum því myndi það draga fram nauðsynleg bros á þjóðinni. Það myndi hjálpa þeim að komast í gegnum krísuna," sagði þjálfarinn. "Það væri svipað og handboltalandsliðið sem varð í öðru sæti á Ólympíuleikunum í fyrra, þjóðin ljómaði öll við það. Þetta er eins með fótboltann. Ef við vinnum verða allir ánægðir í landinu. Sigur myndi láta alla gleyma því hvað hefur gengið á. Það getir öskrað á sjónvarpið og hleypt reiðinni út," sagði Ólafur. Blaðamaður Sunday Mail fer mikinn um Eið Smára Guðjohnsen en Ólafur segir að íslenska landsliðið sé ekki eins manns lið. „Allir halda að liðið snúist bara um Eið. Þetta snýst alls ekki bara um hann - við erum nú með aðra stráka í liðinu sem geta unnið leiki fyrir okkur. Leikmennirnir verða að muna það líka," sagði Ólafur. Hann vonast einnig til þess að ná að nýta sér það að Skotar spiluðu erfiðan útileik gegn Hollendingum í gær, sem þeir töpuðu 3-0. „Þetta verður erfiður leikur. Holland mun vinna riðilinn en það eru fjórar þjóðir að berjast um annað sætið. Við getum öll tekið stig af hvert öðru þannig að hver leikur er eins og úrslitaleikur." „Skotar eru okkur aðeins fremri eins og Noregur en það hindrar okkur ekkert í því að reyna. Ég er ánægður með að Skotar spiluðu við Holland á laugardaginn, það þýðir að við getum einbeitt okkur 100 prósent að leiknum í Glasgow. Ég sá leikinn í Amsterdam og tek að við séum í góðri stöðu núna. Við ættum að hafa alla fríska og í toppformi á miðvikudaginn og það mun hjálpa okkur," sagði Ólafur Jóhannesson.
Íslenski boltinn Mest lesið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Fleiri fréttir Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Sjá meira