Vilja 25 manna nefnd til að fjalla um heildarendurskoðun stjórnarskrár 16. apríl 2009 17:03 Enn hefur stjórnarskrármálið ekki verið afgreitt frá Alþingi. Mynd/ Pjetur. Sjálfstæðismenn vilja að Alþingi kjósi hlutfallskosningu 25 manna nefnd til að undirbúa tillögur að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Gert er ráð fyrir að tillögur þeirrar nefndar liggi fyrir innan tveggja ára. Sjálfstæðismenn kynntu hugmynd að þingsályktunartillögu þessa efnis á fundi sérnefndarinnar í dag. Telja sjálfstæðismenn að með þeim hætti sé unnt að standa á vandaðan hátt að þessu mikilvæga verkefni og leggja um leið áherslu að að það ferli verði opið og lýðræðislegt. Þá kynntu sjálfstæðismenn tvær hugmyndir um breytingar að stjórnskipunarfrumvarpi sem nú liggur fyrir þinginu til að skapa forsendur fyrir samkomulagi. Annars vegar er um að ræða orðalagsbreytingu á 1. grein frumvarpsins þannig að ekki verði notað hugtakið þjóðareign, sem þeim þykir óljóst og líklegt til að valda túlkunarvanda. Leggja sjálfstæðismenn til að í staðinn komi ákvæði um að íslenska ríkið fari með forsjá, vörslu og ráðstöfunarrétt þeirra náttúruauðlinda sem ekki eru í einkaeign og hafi eftirlit með nýtingu þeirra eftir því sem nánar er ákveðið í lögum. Slíkar auðlindir megi hvorki selja né láta varanlega af hendi. Hins vegar er um að ræða breytingu á 79. grein stjórnarskrárinnar, en þar er fjallað um aðferðina við að breyta stjórnarskrá. Segja sjálfstæðismenn að sú tillaga sem þeir kynntu í nefndinni sem umræðugrundvöll sé orðrétt sú tillaga, sem stjórnarskrárnefnd skipuð fulltrúum allra flokka skilaði af sér í febrúar 2007. Sérnefnd um stjórnarskrárbreytingar fundaði um málið í dag. Frumvarpið er enn til annarrar umræðu í þinginu en var kallað til nefndar í fyrrinótt án þess að umræðu væri lokið. Sérnefndin lauk umfjöllun um málið í dag án niðurstöðu. Kosningar 2009 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Sjá meira
Sjálfstæðismenn vilja að Alþingi kjósi hlutfallskosningu 25 manna nefnd til að undirbúa tillögur að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Gert er ráð fyrir að tillögur þeirrar nefndar liggi fyrir innan tveggja ára. Sjálfstæðismenn kynntu hugmynd að þingsályktunartillögu þessa efnis á fundi sérnefndarinnar í dag. Telja sjálfstæðismenn að með þeim hætti sé unnt að standa á vandaðan hátt að þessu mikilvæga verkefni og leggja um leið áherslu að að það ferli verði opið og lýðræðislegt. Þá kynntu sjálfstæðismenn tvær hugmyndir um breytingar að stjórnskipunarfrumvarpi sem nú liggur fyrir þinginu til að skapa forsendur fyrir samkomulagi. Annars vegar er um að ræða orðalagsbreytingu á 1. grein frumvarpsins þannig að ekki verði notað hugtakið þjóðareign, sem þeim þykir óljóst og líklegt til að valda túlkunarvanda. Leggja sjálfstæðismenn til að í staðinn komi ákvæði um að íslenska ríkið fari með forsjá, vörslu og ráðstöfunarrétt þeirra náttúruauðlinda sem ekki eru í einkaeign og hafi eftirlit með nýtingu þeirra eftir því sem nánar er ákveðið í lögum. Slíkar auðlindir megi hvorki selja né láta varanlega af hendi. Hins vegar er um að ræða breytingu á 79. grein stjórnarskrárinnar, en þar er fjallað um aðferðina við að breyta stjórnarskrá. Segja sjálfstæðismenn að sú tillaga sem þeir kynntu í nefndinni sem umræðugrundvöll sé orðrétt sú tillaga, sem stjórnarskrárnefnd skipuð fulltrúum allra flokka skilaði af sér í febrúar 2007. Sérnefnd um stjórnarskrárbreytingar fundaði um málið í dag. Frumvarpið er enn til annarrar umræðu í þinginu en var kallað til nefndar í fyrrinótt án þess að umræðu væri lokið. Sérnefndin lauk umfjöllun um málið í dag án niðurstöðu.
Kosningar 2009 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Sjá meira