AC Milan heldur áfram að klifra upp stigatöfluna í ítölsku úrvalsdeildinni en í kvöld vann liðið góðan 2-0 sigur gegn Parma á San Siro-leikvanginum.
Marco Borriello skoraði bæði mörk leiksins á 12. og 93. mínútu en AC Milan er nú taplaust í deildinni síðan 23. september eða í sex leikjum í röð og hefur þar af unnið þrjá og gert þrjú jafntefli.
AC Milan er komið upp í fjórða sæti eftir erfiða byrjun á tímabilinu og er sex stigum á eftir erkifjendum sínum og toppliði Inter.