Séra Gunnar getur ekki hunsað biskup Stígur Helgason skrifar 17. október 2009 04:00 Séra Gunnar Björnsson er verulega ósáttur við ákvörðun biskups. Vel á annað hundrað manns mætti á opinn fund sem séra Gunnar Björnsson og stuðningsmenn hans stóðu fyrir á Selfossi í gærkvöldi. Fundurinn hófst með því að gestir sungu saman lagið Fyrr var oft í koti kátt, og voru fundargestir í kjölfarið hvattir til að tjá hug sinn allan. Tilefni fundarins var mál séra Gunnars, en biskup tilkynnti honum bréfleiðis í vikunni að til stæði að færa hann til í starfi. Biskup segir í bréfinu að sér sé vel ljóst að séra Gunnar hafi verið sýknaður af ákæru um kynferðisbrot. „Þrátt fyrir þá niðurstöðu er einsýnt af öllum atvikum að djúpstæður og alvarlegur trúnaðarbrestur hefur myndast milli yðar og þeirra sem fara með málefni safnaðarins,“ segir í bréfinu. „Slíkur trúnaðarbrestur milli sóknarprests og sóknarnefndar veldur því að kirkjulegu starfi í söfnuðinum verður ekki unnt að sinna með eðlilegum hætti ef þér komið til starfa að nýju og einingu innan sóknarinnar yrði beinlínis búin hætta af.“ Sú skylda hvíli á herðum biskups að beita sér fyrir lausn ágreiningsefna, og vegna þess að skýr krafa hafi borist frá sóknarnefnd Selfosskirkju um að Gunnar snúi ekki aftur, hafi biskup því ákveðið að gera Gunnar að sérþjónustupresti út skipunartíma sinn, til 31. maí 2012. Í starfinu felist verkefni á vegum Helgisiðastofu og önnur tilfallandi verkefni og hann geti sinnt því heiman frá sér. Gunnar hefur hins vegar lýst því yfir að hann hyggist hafa ákvörðun biskups að engu. Gunnari er þó ekki stætt á því að hunsa ákvörðunina, að sögn Gests Jónssonar, lögfræðings Biskupsstofu. Ákvörðunin sé meðal annars byggð á 36. grein laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, sem segir að stjórnvald sem skipað hefur mann í embætti geti flutt hann í annað embætti heyri þau bæði undir stjórnvaldið. „Hann getur hins vegar borið það upp við dómstóla eins og aðrir hafi hann einhverjar efasemdir um heimildirnar,“ segir Gestur. Tíu prestar rituðu biskupi bréf í september til stuðnings séra Gunnari. Í bréfinu er áhyggjum lýst af þróun málsins, það sé hættulegt fordæmi þegar dómar Hæstaréttar eru sniðgengnir og það sendi vond skilaboð út í íslenskt samfélag. Taki Gunnar ekki aftur við starfi sínu á Selfossi skapist alvarleg fordæmi sem geti orðið hættulegt öllum starfsmönnum kirkjunnar. „Nægjanlegt sé að kæra starfsmann, þar þurfi engar hefðbundnar reglur samfélagsins að gilda. Þar sé starfsfólk, sem ekki hafi þau mannréttindi að hægt sé að sýkna það.“ Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Vel á annað hundrað manns mætti á opinn fund sem séra Gunnar Björnsson og stuðningsmenn hans stóðu fyrir á Selfossi í gærkvöldi. Fundurinn hófst með því að gestir sungu saman lagið Fyrr var oft í koti kátt, og voru fundargestir í kjölfarið hvattir til að tjá hug sinn allan. Tilefni fundarins var mál séra Gunnars, en biskup tilkynnti honum bréfleiðis í vikunni að til stæði að færa hann til í starfi. Biskup segir í bréfinu að sér sé vel ljóst að séra Gunnar hafi verið sýknaður af ákæru um kynferðisbrot. „Þrátt fyrir þá niðurstöðu er einsýnt af öllum atvikum að djúpstæður og alvarlegur trúnaðarbrestur hefur myndast milli yðar og þeirra sem fara með málefni safnaðarins,“ segir í bréfinu. „Slíkur trúnaðarbrestur milli sóknarprests og sóknarnefndar veldur því að kirkjulegu starfi í söfnuðinum verður ekki unnt að sinna með eðlilegum hætti ef þér komið til starfa að nýju og einingu innan sóknarinnar yrði beinlínis búin hætta af.“ Sú skylda hvíli á herðum biskups að beita sér fyrir lausn ágreiningsefna, og vegna þess að skýr krafa hafi borist frá sóknarnefnd Selfosskirkju um að Gunnar snúi ekki aftur, hafi biskup því ákveðið að gera Gunnar að sérþjónustupresti út skipunartíma sinn, til 31. maí 2012. Í starfinu felist verkefni á vegum Helgisiðastofu og önnur tilfallandi verkefni og hann geti sinnt því heiman frá sér. Gunnar hefur hins vegar lýst því yfir að hann hyggist hafa ákvörðun biskups að engu. Gunnari er þó ekki stætt á því að hunsa ákvörðunina, að sögn Gests Jónssonar, lögfræðings Biskupsstofu. Ákvörðunin sé meðal annars byggð á 36. grein laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, sem segir að stjórnvald sem skipað hefur mann í embætti geti flutt hann í annað embætti heyri þau bæði undir stjórnvaldið. „Hann getur hins vegar borið það upp við dómstóla eins og aðrir hafi hann einhverjar efasemdir um heimildirnar,“ segir Gestur. Tíu prestar rituðu biskupi bréf í september til stuðnings séra Gunnari. Í bréfinu er áhyggjum lýst af þróun málsins, það sé hættulegt fordæmi þegar dómar Hæstaréttar eru sniðgengnir og það sendi vond skilaboð út í íslenskt samfélag. Taki Gunnar ekki aftur við starfi sínu á Selfossi skapist alvarleg fordæmi sem geti orðið hættulegt öllum starfsmönnum kirkjunnar. „Nægjanlegt sé að kæra starfsmann, þar þurfi engar hefðbundnar reglur samfélagsins að gilda. Þar sé starfsfólk, sem ekki hafi þau mannréttindi að hægt sé að sýkna það.“
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira