Þjálfari Atletico Madrid, Mexíkóinn Javier Aguirre sagði starfi sínu lausu í gær.
Atletico hefur ekki enn unnið leik eftir áramót og er komið niður í sjöunda sæti úrvalsdeildarinnar.
Fyrrverandi markvörður Atletíkó, Abel Resino sem þjálfað hefur annarardeildarliðið Castellon var í morgun ráðinn nýr þjálfari liðsins.
