Handbolti

Tíu milljónir sáu Þjóðverja tapa

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leik Dana og Þjóðverja í gær.
Úr leik Dana og Þjóðverja í gær. Nordic Photos / AFP
Tíu milljónir Þjóðverja fylgdust með lokamínútum leiks Þýskalands og Danmerkur á HM í handbolta í gær. Danmörk vann leikinn á dramatískan máta, 27-25.

Þetta er góðar fréttir fyrir handboltann í Þýskalandi sem og handboltann í heild þó svo að Þjóðverjar hafi ekki tekist að tryggja sér sæti í undanúrslitum mótsins.

Þetta fer nærri lagi að jafna áhorfsmetið á handbolta sem sett var á HM í Þýskalandi fyrir tveimur árum en þá voru leikirnir í beinni útsendingu ARD og ZDF sem eru ekki með læsta útsendingu.

RTL, sjónvarpsstöðin sem sýnir beint frá HM í handbolta í Króatíu, hefur ákveðið að sýna frá leik Þýskalands og Ungverjalands um fimmta sæti mótsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×