Pólitískar auglýsingar óháðra hópa áberandi 20. apríl 2009 06:00 Óprúttnir aðilar höfðu í gær sett svört strik yfir munn frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins á auglýsingum á strætisvagnaskýlum. Aðrir fara kostnaðarsamari leið við að koma skilaboðum sínum á framfæri og kaupa auglýsingar í fjölmiðlum eða setja upp vefsíður.Fréttablaðið/Valli Mögulegt er að endurskoða þurfi lög um fjármál stjórnmálaflokkanna verði pólitískar auglýsingar sem kostaðar eru af hópum ótengdum stjórnmálaflokkunum áberandi segir Einar Mar Þórðarson, stjórnmálafræðingur hjá Félagsvísindastofnun HÍ. Hópur sem kallar sig Áhugahóp um endurreisn Íslands birti heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu á sunnudag þar sem varað var við skattastefnu vinstristjórnar. Ekki kemur fram hverjir standa að hópnum. Þá hefur hópur sem hvetur til aðildar að Evrópusambandinu auglýst í dagblöðum og á netinu. Jón Steindór Valdimarsson, einn stofnenda hópsins, segir hann grasrótarsamtök sem gangi þvert á stjórnmálaflokka og séu fjármögnuð með styrkjum og frjálsum framlögum. Talsvert var rætt um möguleikann á því að stofnaðir yrðu hópar til hliðar við stjórnmálaflokkana til að komast í kringum lög um fjármál stjórnmálaflokka þegar þau voru sett. Einar Mar segir þetta vel þekkt erlendis, til dæmis sé sterk hefð fyrir því í Bandaríkjunum að slíkir hópar birti neikvæðar auglýsingar um pólitíska andstæðinga. Pólitískar auglýsingar annarra en stjórnmálaflokka eru vel þekktar hér á landi. Slíkum auglýsingum var til dæmis beint gegn Ólafi Ragnari Grímssyni í síðustu forsetakosningum, segir Einar Mar. Hann segir ósmekklegt að birta pólitískar auglýsingar ekki undir nafni. Nafnleysi í þessum efnum sé ekki eðlilegt, enda hljóti þeir sem auglýsi að hafa trú á sínum málstað og vera tilbúnir að standa við orð sín. Verði pólitískar auglýsingar hópa sem ekki tengjast stjórnmálaflokkunum, en auglýsa ýmist með þeim eða á móti, áberandi gæti þurft að breyta lögum um fjármál stjórnmálaflokkanna, segir Einar. Afar erfitt sé þó að koma í veg fyrir slíkar auglýsingar, og í raun verði ábyrgðin að vera hjá kjósendum að leggja ekki trúnað á nafnlaus skilaboð, hvort sem er á netinu eða í auglýsingum. „Auglýsingar virka, sama hvort þær eru jákvæðar eða neikvæðar," segir Þormóður Jónsson, stjórnarformaður Fíton. Hann segir mjög kostnaðarsama leið að kaupa heilsíðuauglýsingar í dagblöðum. Hver birting geti kostað á þriðja hundrað þúsunda króna. Birting auglýsinga sé í sjálfu sér svipuð aðgerð og að fara í kröfugöngur, tilgangurinn sé að vekja athygli á ákveðnum sjónarmiðum. brjann@frettabladid.is Kosningar 2009 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Innlent Fleiri fréttir Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur Sjá meira
Mögulegt er að endurskoða þurfi lög um fjármál stjórnmálaflokkanna verði pólitískar auglýsingar sem kostaðar eru af hópum ótengdum stjórnmálaflokkunum áberandi segir Einar Mar Þórðarson, stjórnmálafræðingur hjá Félagsvísindastofnun HÍ. Hópur sem kallar sig Áhugahóp um endurreisn Íslands birti heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu á sunnudag þar sem varað var við skattastefnu vinstristjórnar. Ekki kemur fram hverjir standa að hópnum. Þá hefur hópur sem hvetur til aðildar að Evrópusambandinu auglýst í dagblöðum og á netinu. Jón Steindór Valdimarsson, einn stofnenda hópsins, segir hann grasrótarsamtök sem gangi þvert á stjórnmálaflokka og séu fjármögnuð með styrkjum og frjálsum framlögum. Talsvert var rætt um möguleikann á því að stofnaðir yrðu hópar til hliðar við stjórnmálaflokkana til að komast í kringum lög um fjármál stjórnmálaflokka þegar þau voru sett. Einar Mar segir þetta vel þekkt erlendis, til dæmis sé sterk hefð fyrir því í Bandaríkjunum að slíkir hópar birti neikvæðar auglýsingar um pólitíska andstæðinga. Pólitískar auglýsingar annarra en stjórnmálaflokka eru vel þekktar hér á landi. Slíkum auglýsingum var til dæmis beint gegn Ólafi Ragnari Grímssyni í síðustu forsetakosningum, segir Einar Mar. Hann segir ósmekklegt að birta pólitískar auglýsingar ekki undir nafni. Nafnleysi í þessum efnum sé ekki eðlilegt, enda hljóti þeir sem auglýsi að hafa trú á sínum málstað og vera tilbúnir að standa við orð sín. Verði pólitískar auglýsingar hópa sem ekki tengjast stjórnmálaflokkunum, en auglýsa ýmist með þeim eða á móti, áberandi gæti þurft að breyta lögum um fjármál stjórnmálaflokkanna, segir Einar. Afar erfitt sé þó að koma í veg fyrir slíkar auglýsingar, og í raun verði ábyrgðin að vera hjá kjósendum að leggja ekki trúnað á nafnlaus skilaboð, hvort sem er á netinu eða í auglýsingum. „Auglýsingar virka, sama hvort þær eru jákvæðar eða neikvæðar," segir Þormóður Jónsson, stjórnarformaður Fíton. Hann segir mjög kostnaðarsama leið að kaupa heilsíðuauglýsingar í dagblöðum. Hver birting geti kostað á þriðja hundrað þúsunda króna. Birting auglýsinga sé í sjálfu sér svipuð aðgerð og að fara í kröfugöngur, tilgangurinn sé að vekja athygli á ákveðnum sjónarmiðum. brjann@frettabladid.is
Kosningar 2009 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Innlent Fleiri fréttir Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent