Toyota liðið náði fyrsta og öðru sæti á ráslínu í tímatökum í Bahrain í dag. Jarno Trulli varð manna fremstur og á eftir honum Timo Glock. Sigurvegari síðasta móts, Sebastian Vettel varð þriðji á Red Bull.
Tímatakan var mjög spennandi og margir þekktir ökumenn náðu ekki inn í tíu manna úrslit. Ferrari og McLaren gekk betur að þessu sinni, en Lewis Hamilton á McLaren er fimmti á ráslínu. Fyrir framan hann er Jenson Button á Brawn, sem leiðir stigamót ökumanna.
Felipe Massa og Kimi Raikkönen á Ferari eru í áttunda og tíunda sæti á ráslínu. Kappaksturinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11:30 í fyrramálið.