Átak til að rannsaka hugsanleg skattalagabrot 22. apríl 2009 12:07 Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra. Fjármálaráðuneytið hefur í samvinnu við skattrannsóknarstjóra og ríkisskattstjóra ákveðið að hafið verði sérstakt átak til að rannsaka hugsanleg brot á skattalögum í tengslum við hrun bankanna og í aðdraganda þess. Í tilkynningu frá fjármálaráðuneyti segir að í kjölfar hruns bankanna í október á síðastliðnu ári hafi stjórnvöld brugðist við með ýmsu móti í því markmiði að rannsaka hvað úrskeiðis fór í aðdraganda þess og hvort einhver þau brot hafi verið framin er varði refsingu. Þannig hafa verið sett á fót rannsóknarnefnd Alþingis og embætti sérstaks saksóknara, auk þess sem Fjármálaeftirlitið hefur verið eflt verulega. Í lögum um embætti sérstaks saksóknara kemur fram að hann skuli eftir þörfum hafa samstarf við Fjármálaeftirlit og skattrannsóknarstjóra ríkisins en ekki er gert ráð fyrir að hann taki skattamál til rannsóknar að eigin frumkvæði heldur skuli þau mál sæta rannsókn á grundvelli kæru frá viðeigandi eftirlitsstofnunum. Þá segir að afar brýnt sé að hraða rannsókn hugsanlegra skattalagabrota í tengslum við fall bankanna og í starfsemi þeirra í aðdraganda fallsins hvort sem er hjá eigendum, stjórnendum eða starfsmönnum bankanna og félaga sem þeim tengjast. Í ljósi þess er talið æskilegt að aukinn þungi verði lagður í þetta verkefni hjá stofnunum skattsins og því hefur verið efnt til sérstaks átak í þeim efnum. Starfshópur sérfræðinga verður skipaður til að vinna sérstaklega að þessum verkefnum og mun hann starfa innan embættis skattrannsóknarstjóra. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Fjármálaráðuneytið hefur í samvinnu við skattrannsóknarstjóra og ríkisskattstjóra ákveðið að hafið verði sérstakt átak til að rannsaka hugsanleg brot á skattalögum í tengslum við hrun bankanna og í aðdraganda þess. Í tilkynningu frá fjármálaráðuneyti segir að í kjölfar hruns bankanna í október á síðastliðnu ári hafi stjórnvöld brugðist við með ýmsu móti í því markmiði að rannsaka hvað úrskeiðis fór í aðdraganda þess og hvort einhver þau brot hafi verið framin er varði refsingu. Þannig hafa verið sett á fót rannsóknarnefnd Alþingis og embætti sérstaks saksóknara, auk þess sem Fjármálaeftirlitið hefur verið eflt verulega. Í lögum um embætti sérstaks saksóknara kemur fram að hann skuli eftir þörfum hafa samstarf við Fjármálaeftirlit og skattrannsóknarstjóra ríkisins en ekki er gert ráð fyrir að hann taki skattamál til rannsóknar að eigin frumkvæði heldur skuli þau mál sæta rannsókn á grundvelli kæru frá viðeigandi eftirlitsstofnunum. Þá segir að afar brýnt sé að hraða rannsókn hugsanlegra skattalagabrota í tengslum við fall bankanna og í starfsemi þeirra í aðdraganda fallsins hvort sem er hjá eigendum, stjórnendum eða starfsmönnum bankanna og félaga sem þeim tengjast. Í ljósi þess er talið æskilegt að aukinn þungi verði lagður í þetta verkefni hjá stofnunum skattsins og því hefur verið efnt til sérstaks átak í þeim efnum. Starfshópur sérfræðinga verður skipaður til að vinna sérstaklega að þessum verkefnum og mun hann starfa innan embættis skattrannsóknarstjóra.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira