Vettel og Red Bull fögnuðu sigri Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. apríl 2009 09:28 Sebastian Vettel og Mark Webber á brautinni í morgun. Nordic Photos / Getty Images Sebastian Vettel vann í morgun sigur í kínverska kappakstrinum í Formúlu 1-mótaröðinni. Liðsfélagi hans hjá Red Bull, Mark Webber, varð í öðru sæti. Jenson Button er enn með myndarlega forystu í stigakeppni ökumanna en hann varð í þriðja sæti og liðsfélgi hans hjá Brawn, Rubens Barrichello, varð fjórði. Næstir komu þeir Heikki Kovalainen og Lewis Hamilton á McLaren en enn hefur ökumönnum Ferrari ekki tekist að ná í stig á tímabilinu. Það er versta byrjun liðsins í Formúlu 1 í 27 ár. Kimi Raikkönen varð í tíunda sæti en Massa náði ekki að klára. Það ringdi mikið á meðan keppninni stóð í dag sem gerði ökumönnum afar erfitt fyrir. Ákveðið var að ræsa mótið með öryggisbíl sem virtist ætla að koma ökumönnum Brawn vel. Þeir voru fjórði og fimmti á ráspól á eftir ökumönnum Red Bull og Fernando Alonso sem allir voru með mun minna bensín en Brawn-bílarnir. En þeir Button og Barrichello náðu ekki að halda í við hraða Red Bull í dag. Sérstaklega var Vettel öflugur og gerði engin mistök í gær. Hann var stundum þremur sekúndum fljótari að klára hring en allir aðrir keppendur. Alonso náði sér hins vegar engan vegin á strik í keppninni og hafnaði í tíunda sæti. Formúla Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Sebastian Vettel vann í morgun sigur í kínverska kappakstrinum í Formúlu 1-mótaröðinni. Liðsfélagi hans hjá Red Bull, Mark Webber, varð í öðru sæti. Jenson Button er enn með myndarlega forystu í stigakeppni ökumanna en hann varð í þriðja sæti og liðsfélgi hans hjá Brawn, Rubens Barrichello, varð fjórði. Næstir komu þeir Heikki Kovalainen og Lewis Hamilton á McLaren en enn hefur ökumönnum Ferrari ekki tekist að ná í stig á tímabilinu. Það er versta byrjun liðsins í Formúlu 1 í 27 ár. Kimi Raikkönen varð í tíunda sæti en Massa náði ekki að klára. Það ringdi mikið á meðan keppninni stóð í dag sem gerði ökumönnum afar erfitt fyrir. Ákveðið var að ræsa mótið með öryggisbíl sem virtist ætla að koma ökumönnum Brawn vel. Þeir voru fjórði og fimmti á ráspól á eftir ökumönnum Red Bull og Fernando Alonso sem allir voru með mun minna bensín en Brawn-bílarnir. En þeir Button og Barrichello náðu ekki að halda í við hraða Red Bull í dag. Sérstaklega var Vettel öflugur og gerði engin mistök í gær. Hann var stundum þremur sekúndum fljótari að klára hring en allir aðrir keppendur. Alonso náði sér hins vegar engan vegin á strik í keppninni og hafnaði í tíunda sæti.
Formúla Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira