Alessandro del Piero, leikmaður Juventus, tók sér tíma til að Paolo Maldini í dag eftir að sá síðarnefndi lék sinn síðasta leik á heimavelli AC Milan á ferlinum.
Del Piero og Maldini hafa ófáum sinnum mæst í stórleikjum með liðum sínum í A-deildinni í gegn um tíðina, en þeir hafa líka verið félagar hjá ítalska landsliðinu um árabil.
"Mig langar að nota þetta tækifæri til að tala um Paolo, því hann er einfaldlega sá besti. Hann hefur verið ótrúlegur bæði á æfingum og í leikjum öll þessi ár og er okkur öllum fyrirmynd," sagði Del Piero.