Hvað er persónukjör? Þorkell Helgason skrifar 4. mars 2009 00:01 Í þjóðmálaumræðu hefur persónukjör borið á góma, þ.e. möguleikar kjósenda til að velja sér þingmannsefni í kjörklefanum. Hér verða dregin saman nokkur lykilatriði þessa máls. Að öðru leyti er bent á greinargerð um persónukjör sem finna má á vef landskjörstjórnar, landskjor.is, nánar tiltekið á síðunni http://www.landskjor.is/media/frettir/Personukjor9feb2009a.pdf. SkilgreiningarHugtakið persónukjör getur verið misvíðfeðmt og virðist rófið í þeim efnum vera eftirfarandi og er þá kostunum raðað eftir því hvað þeir ganga langt: P0: Frambjóðendum er skipað á framboðslista og í þeirri röð sem framboðin, flokkarnir, kjósa t.d. að loknum prófkjörum. Kjósendur velja lista en fá engu breytt um röð frambjóðenda. Þessi leið felur því ekki í sér persónukjör en er tilgreind sem grunnviðmiðun. P1: Kjósendur velja sem fyrr lista en geta haft áhrif á röðun frambjóðenda á þeim sama lista með umröðun, útstrikun eða með því að draga einhverja sérstaklega fram með krossamerkingum. Misjafnt er hver eru áhrif þessara breytinga allt frá því að vera óveruleg upp í að þau geti verið afgerandi sé þátttaka nægileg. P2: Listum er stillt upp í óskaröð framboða allt eins og í P0 en röðunin er aðeins til leiðbeiningar kjósendum. Beinar merkingar þeirra ráða því alfarið hverjir veljast af listunum á þing. P3: Nú er listum stillt upp óröðuðum þannig að kjósendur ráða því alfarið hverjir á listunum komast á þing – og fá enga leiðsögn til þess á kjörseðlinum eins og í P2. P4: Næsta skref í persónukjöri er að kjósendur megi tína til frambjóðendur af fleiri en einum lista. Þar sem það er leyft fylgir því að jafnaði pólitísk ábyrgð í þeim skilningi að vali á frambjóðanda fylgir að listi hans fær tilsvarandi hlutdeild í atkvæði kjósandans. Þetta er þó ekki algilt. P5: Frambjóðendur standa ekki á listum heldur bjóða sig fram sem einstaklingar. Víðast hvar er frambjóðendunum þó heimilt, ef ekki skylt, að gera grein fyrir flokkstengslum sínum á kjörseðlinum. Segja má að fyrirkomulag einmenningskjördæma falli undir þessa gerð persónukjörs. Einnig eru dæmi um fjölmenningskjördæmi með persónukjöri af þessu tagi. EvrópaVelflest lýðræðisríki í Evrópu bjóða upp á persónukjör við þjóðþingskosningar sem fellur a.m.k. undir róttækari gerð leiðar P1 og allt að P4. Á Írlandi er löng hefð fyrir kerfi sem fellur undir P4. Sviss og Lúxemborg hafa líka slíkt kerfi. Af nálægum ríkjum sem viðhafa listakosningar er það einungis í Ísrael, Noregi, Portúgal og á Spáni þar sem engin eða veikburða tegund af persónukjöri er við kosningar til þjóðþinga. NorðurlöndAf Norðurlöndum ganga Finnar lengst í þessum efnum. Þar eru listar í stafrófsröð og kjósandinn krossar við einn frambjóðanda sem þýðir um leið að atkvæði er greitt viðkomandi lista. Þeir komast á þing fyrir sinn lista sem flesta fá krossana. Kerfi Finna fellur því undir flokk P3. Danir komast trúlega næst Finnum. Fyrirkomulag þeirra er fjölbreytilegt og verður ekki lýst hér. Aðeins sagt að þar hafa framboðslistar val um þrenns konar uppstillingu allt frá fullröðuðum listum, þar sem kjósendur hafa lítil áhrif á röðunina, upp í það að kjósendur geti valið sér með einum krossi mann af óröðuðum listum. Þeirra kerfi er því ýmist í flokki P1, P2 eða P3. Í kosningum til sænska Ríkisþingsins eru framboðslistar raðaðir en kjósendur mega velja með krossi einn frambjóðanda sérstaklega (af sama lista og þeir kjósa). Þeir frambjóðendur sem þannig fá stuðning a.m.k. 8% kjósenda síns lista komast upp fyrir flokksröðunina þegar kemur að því að þingsætum listans er ráðstafað. Sænska fyrirkomulagið fellur því milli flokks P1 og P2. Við kosningar til norska Stórþingsins er notað sama fyrirkomulag og hér á landi á árunum 1987-2000 (sjá neðar) sem veitir kjósendum afar rýra möguleika til breytinga. Norðmenn eru því á milli flokks P0 og P1! ÍslandHérlendis hefur gengið á ýmsu um persónukjör við Alþingiskosningar. Þegar við upphaf listakosninga var með lögum frá 1915 tekið upp það fyrirkomulag, sem enn gildir að grunni til, að listar eru boðnir fram raðaðir í óskaröð hvers framboðs. Raunar var þetta innleitt með lögum frá 1913 hvað varðar bæjarstjórnarkosningar í Reykjavík. Kjósendur gátu þá strax breytt röðuninni með talnamerkingum og jafnframt strikað út einstaka frambjóðendur en það er einskorðað við þann lista sem kjósandinn hefur merkt við. Áhrifin af þessum breytingum kjósenda hafa verið afar mismunandi. Ákvæðin og gildistími þeirra hafa verið sem hér segir: 1915-1959: Hver sætistala var ávísun á viss atkvæðisbrot sem síðan voru lögð saman hjá hverjum frambjóðenda og verður að atkvæðatölu frambjóðandans. Aðferðafræðin er kennd við Borda. Áhrif kjósenda voru allmikil undir þessu fyrirkomulagi. Það gerðist tvisvar á þessu árabili að frambjóðandi náði ekki kosningu vegna breytinga kjósenda. 1959-1987: Að nafninu til var notuð sama aðferð og áður en vægi kjósenda þó rýrt svo mjög að það þurfti þrefalt fleiri kjósendur að gera sömu breytingu til að ná sama árangri og áður. 1987-2000: Á þessu tímabili var túlkun röðunartalnanna gjörbreytt þannig að nú var með þeim verið að kjósa í viðkomandi sæti eins og í prófkjörum. Meira en helmingur kjósenda þurfti að gera sömu breytingu til að hreyfa við manni á lista, sem auðvitað gerðist aldrei! 2000-?: Með lögum frá árinu 2000 var í grundvallaratriðum horfið til baka til hinnar upphaflegu aðferðar frá 1913/15, aðferðar Borda, en þó í nokkuð öðrum búningi þannig að möguleikar kjósenda til breytinga eru að jafnaði minni en á tímabilinu 1915-1959. Þó gerðist það í síðustu kosningum, árið 2007, að tveir frambjóðendur færðust niður um sæti vegna breytinga kjósenda. Hvorugur þeirra missti þó þingsæti af þessum sökum. Í öllum tilvikum má segja að hið íslenska fyrirkomulag persónukjörs falli undir flokk P1 og innan hans í þann hóp þar sem áhrif kjósenda eru lítil. Nú er hugað að persónukjöri, jafnvel fyrir komandi kosningar. Í meðfylgjandi töflu eru dregnar saman helstu hugmyndir sem hafa verið á kreiki. Sem fyrr er kostunum raðað í róttækniröð í samræmi við almennu flokkunina sem fyrr er lýst. Í töflunni er sérstaklega tekið fram hvort breytingarnar kalli á stjórnarskrárbreytingu eða ekki. Sé ekki svo mætti tæknilega séð breyta kosningalögum nú þannig að ákvæðin giltu við komandi kosningar. Þar með er enginn dómur felldur um það hvort það sé pólitískt raunhæft né heldur hvort vilji sé til þess. Eftir breytingar á stjórnarskránni sem tóku gildi árið 1999 þarf aukinn meirihluta á Alþingi, 2/3 atkvæða, til að breyta megi sumum ákvæðum kosningalaga. Fram kemur í töflunni hvort reyna kynni á þetta ákvæði. Viðfangsefnið persónukjör er hvergi nærri tæmt í þessum greinarstúf. T.d. er í engu rætt um hvort skynsamlegra sé að kjósendur velji frambjóðendur með krossum, einum eða fleirum, eða raði þeim með tölustöfum. Röðunina þarf síðan að túlka sem kosningu í sæti, sem eins konar forgangsröðun (eins og gert er á Írlandi) eða yfir í atkvæðisbrot (sbr. aðferð Borda) og þá hvernig? Aftur skal vísað til greinargerðarinnar á vefsíðu landskjörstjórnar til frekari fróðleiks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorkell Helgason Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í þjóðmálaumræðu hefur persónukjör borið á góma, þ.e. möguleikar kjósenda til að velja sér þingmannsefni í kjörklefanum. Hér verða dregin saman nokkur lykilatriði þessa máls. Að öðru leyti er bent á greinargerð um persónukjör sem finna má á vef landskjörstjórnar, landskjor.is, nánar tiltekið á síðunni http://www.landskjor.is/media/frettir/Personukjor9feb2009a.pdf. SkilgreiningarHugtakið persónukjör getur verið misvíðfeðmt og virðist rófið í þeim efnum vera eftirfarandi og er þá kostunum raðað eftir því hvað þeir ganga langt: P0: Frambjóðendum er skipað á framboðslista og í þeirri röð sem framboðin, flokkarnir, kjósa t.d. að loknum prófkjörum. Kjósendur velja lista en fá engu breytt um röð frambjóðenda. Þessi leið felur því ekki í sér persónukjör en er tilgreind sem grunnviðmiðun. P1: Kjósendur velja sem fyrr lista en geta haft áhrif á röðun frambjóðenda á þeim sama lista með umröðun, útstrikun eða með því að draga einhverja sérstaklega fram með krossamerkingum. Misjafnt er hver eru áhrif þessara breytinga allt frá því að vera óveruleg upp í að þau geti verið afgerandi sé þátttaka nægileg. P2: Listum er stillt upp í óskaröð framboða allt eins og í P0 en röðunin er aðeins til leiðbeiningar kjósendum. Beinar merkingar þeirra ráða því alfarið hverjir veljast af listunum á þing. P3: Nú er listum stillt upp óröðuðum þannig að kjósendur ráða því alfarið hverjir á listunum komast á þing – og fá enga leiðsögn til þess á kjörseðlinum eins og í P2. P4: Næsta skref í persónukjöri er að kjósendur megi tína til frambjóðendur af fleiri en einum lista. Þar sem það er leyft fylgir því að jafnaði pólitísk ábyrgð í þeim skilningi að vali á frambjóðanda fylgir að listi hans fær tilsvarandi hlutdeild í atkvæði kjósandans. Þetta er þó ekki algilt. P5: Frambjóðendur standa ekki á listum heldur bjóða sig fram sem einstaklingar. Víðast hvar er frambjóðendunum þó heimilt, ef ekki skylt, að gera grein fyrir flokkstengslum sínum á kjörseðlinum. Segja má að fyrirkomulag einmenningskjördæma falli undir þessa gerð persónukjörs. Einnig eru dæmi um fjölmenningskjördæmi með persónukjöri af þessu tagi. EvrópaVelflest lýðræðisríki í Evrópu bjóða upp á persónukjör við þjóðþingskosningar sem fellur a.m.k. undir róttækari gerð leiðar P1 og allt að P4. Á Írlandi er löng hefð fyrir kerfi sem fellur undir P4. Sviss og Lúxemborg hafa líka slíkt kerfi. Af nálægum ríkjum sem viðhafa listakosningar er það einungis í Ísrael, Noregi, Portúgal og á Spáni þar sem engin eða veikburða tegund af persónukjöri er við kosningar til þjóðþinga. NorðurlöndAf Norðurlöndum ganga Finnar lengst í þessum efnum. Þar eru listar í stafrófsröð og kjósandinn krossar við einn frambjóðanda sem þýðir um leið að atkvæði er greitt viðkomandi lista. Þeir komast á þing fyrir sinn lista sem flesta fá krossana. Kerfi Finna fellur því undir flokk P3. Danir komast trúlega næst Finnum. Fyrirkomulag þeirra er fjölbreytilegt og verður ekki lýst hér. Aðeins sagt að þar hafa framboðslistar val um þrenns konar uppstillingu allt frá fullröðuðum listum, þar sem kjósendur hafa lítil áhrif á röðunina, upp í það að kjósendur geti valið sér með einum krossi mann af óröðuðum listum. Þeirra kerfi er því ýmist í flokki P1, P2 eða P3. Í kosningum til sænska Ríkisþingsins eru framboðslistar raðaðir en kjósendur mega velja með krossi einn frambjóðanda sérstaklega (af sama lista og þeir kjósa). Þeir frambjóðendur sem þannig fá stuðning a.m.k. 8% kjósenda síns lista komast upp fyrir flokksröðunina þegar kemur að því að þingsætum listans er ráðstafað. Sænska fyrirkomulagið fellur því milli flokks P1 og P2. Við kosningar til norska Stórþingsins er notað sama fyrirkomulag og hér á landi á árunum 1987-2000 (sjá neðar) sem veitir kjósendum afar rýra möguleika til breytinga. Norðmenn eru því á milli flokks P0 og P1! ÍslandHérlendis hefur gengið á ýmsu um persónukjör við Alþingiskosningar. Þegar við upphaf listakosninga var með lögum frá 1915 tekið upp það fyrirkomulag, sem enn gildir að grunni til, að listar eru boðnir fram raðaðir í óskaröð hvers framboðs. Raunar var þetta innleitt með lögum frá 1913 hvað varðar bæjarstjórnarkosningar í Reykjavík. Kjósendur gátu þá strax breytt röðuninni með talnamerkingum og jafnframt strikað út einstaka frambjóðendur en það er einskorðað við þann lista sem kjósandinn hefur merkt við. Áhrifin af þessum breytingum kjósenda hafa verið afar mismunandi. Ákvæðin og gildistími þeirra hafa verið sem hér segir: 1915-1959: Hver sætistala var ávísun á viss atkvæðisbrot sem síðan voru lögð saman hjá hverjum frambjóðenda og verður að atkvæðatölu frambjóðandans. Aðferðafræðin er kennd við Borda. Áhrif kjósenda voru allmikil undir þessu fyrirkomulagi. Það gerðist tvisvar á þessu árabili að frambjóðandi náði ekki kosningu vegna breytinga kjósenda. 1959-1987: Að nafninu til var notuð sama aðferð og áður en vægi kjósenda þó rýrt svo mjög að það þurfti þrefalt fleiri kjósendur að gera sömu breytingu til að ná sama árangri og áður. 1987-2000: Á þessu tímabili var túlkun röðunartalnanna gjörbreytt þannig að nú var með þeim verið að kjósa í viðkomandi sæti eins og í prófkjörum. Meira en helmingur kjósenda þurfti að gera sömu breytingu til að hreyfa við manni á lista, sem auðvitað gerðist aldrei! 2000-?: Með lögum frá árinu 2000 var í grundvallaratriðum horfið til baka til hinnar upphaflegu aðferðar frá 1913/15, aðferðar Borda, en þó í nokkuð öðrum búningi þannig að möguleikar kjósenda til breytinga eru að jafnaði minni en á tímabilinu 1915-1959. Þó gerðist það í síðustu kosningum, árið 2007, að tveir frambjóðendur færðust niður um sæti vegna breytinga kjósenda. Hvorugur þeirra missti þó þingsæti af þessum sökum. Í öllum tilvikum má segja að hið íslenska fyrirkomulag persónukjörs falli undir flokk P1 og innan hans í þann hóp þar sem áhrif kjósenda eru lítil. Nú er hugað að persónukjöri, jafnvel fyrir komandi kosningar. Í meðfylgjandi töflu eru dregnar saman helstu hugmyndir sem hafa verið á kreiki. Sem fyrr er kostunum raðað í róttækniröð í samræmi við almennu flokkunina sem fyrr er lýst. Í töflunni er sérstaklega tekið fram hvort breytingarnar kalli á stjórnarskrárbreytingu eða ekki. Sé ekki svo mætti tæknilega séð breyta kosningalögum nú þannig að ákvæðin giltu við komandi kosningar. Þar með er enginn dómur felldur um það hvort það sé pólitískt raunhæft né heldur hvort vilji sé til þess. Eftir breytingar á stjórnarskránni sem tóku gildi árið 1999 þarf aukinn meirihluta á Alþingi, 2/3 atkvæða, til að breyta megi sumum ákvæðum kosningalaga. Fram kemur í töflunni hvort reyna kynni á þetta ákvæði. Viðfangsefnið persónukjör er hvergi nærri tæmt í þessum greinarstúf. T.d. er í engu rætt um hvort skynsamlegra sé að kjósendur velji frambjóðendur með krossum, einum eða fleirum, eða raði þeim með tölustöfum. Röðunina þarf síðan að túlka sem kosningu í sæti, sem eins konar forgangsröðun (eins og gert er á Írlandi) eða yfir í atkvæðisbrot (sbr. aðferð Borda) og þá hvernig? Aftur skal vísað til greinargerðarinnar á vefsíðu landskjörstjórnar til frekari fróðleiks.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun