Körfubolti

Benedikt tekur við kvennaliði KR

Benedikt Guðmundsson, þjálfari Íslandsmeistara KR í körfubolta karla, skrifar á morgun undir samning um að taka að sér þjálfun kvennaliðs félagsins.

Vísir sló á þráðinn til Benedikts og spurði hann hvernig þessi breyting hefði komið til.

"Maður er auðvitað KR-ingur og eins góð eins og umgjörðin er orðin þarna, var bara niðurstaðan sú að mig langaði að vera áfram," sagði Benedikt.

Hann var lengi búinn að vera að hugsa málið og var með tilboð frá nokkrum liðum á borðinu.

"Vissulega voru nokkur lið sem fengu mig til að hugsa, en ég er partur af góðu teymi hjá KR og vil halda því áfram," sagði Benedikt.

En hvernig verður að skipta úr karlaboltanum og yfir í kvennakörfuna?

"Ég veit svo sem lítið um kvennaþjálfun en ég kem bara til með að þjálfa þetta lið alveg eins og ég þjálfa strákana. Það er sennilega of seint fyrir svona gamlan hund eins og mig að fara eitthvað að breyta því," sagði Benedikt léttur í bragði.

"Ég held að þetta eigi eftir að verða virkilega gaman ef þær laga sig að mér og ég að þeim. Ég er að taka við mjög góðu búi þarna," sagði Benedikt að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×