Tenniskapparnir Roger Federer og Andy Murray héldu sigurgöngu sinni áfram á Cincinnati Masters-mótinu í gærkvöld og ágætis möguleikar eru á því að þeir mætist í undanúrslitum mótsins.
Svisslendingurinn Federer, sem er númer eitt á heimslista tennisspilara, mætir Lleyton Hewitt í dag og Skotinn Murray, sem vann mótið fyrir ári síðan, mætir þá Julien Benneteau.
Þá heldur Spánverjinn Rafael Nadal áfram að vinna sig til baka eftir hnémeiðsli en hann mætir Tomas Berdych í átta manna úrslitunum á morgun.