Framarar unnu 2-1 sigur á The New Saints F.C. í seinni leik liðanna í undankeppni Evrópudeildarinnar en leikurinn fór fram í Oswestry í Englandi. Fram er því komið áfram 4-2 samanlagt.
Steve Evans kom The New Saints F.C. yfir strax á 11. mínútu en Framarar gáfust ekki upp frekar enn í fyrri leiknum, Almarr Ormarsson jafnaði leikinn fimm mínútum síðar og Sam Tillen skoraði síðan sigurmarkið úr vítaspyrnu á 66. mínútu.
Framarar mæta tékkneska liðinu Sigma Olomouc í næstu umferð og er fyrri leikurinn strax í næstu viku.