Kosningaskýring: Samfylkingin komin í lykilstöðu Friðrik Indriðason skrifar: skrifar 26. apríl 2009 01:00 Meginniðurstaða kosninganna er sú að Samfylkingin hefur tekið við lykilstöðu Sjálfstæðisflokksins sem stærsti flokkur landsins. Þetta gerir það að verkum að Samfylkingin hefur nú möguleika á því að mynda meirihluta með einum flokki hvort sem er til vinstri eða hægri við sig. Eins og stendur eru allar líkur á að Samfylkingin myndi stjórn til vinstri við sig og haldi áfram samstarfinu við Vinstri græna. Einn möguleiki er á öðru stjórnarmynstri , það er að Samfylkingin myndi stjórn með Framsókn og Borgarahreyfingunni en það er fremur ólíklegt. Og ólíklegast af öllu er að Samfylkingin myndi stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Hvað aðra flokka varðar má nefna að Framsóknarflokkurinn er að fá ágæta útkomu í þessum kosningum. Bætir við sig tveimur þingmönnum sem er nokkuð sem ekki var í kortunum í skoðannakönnunum allt undir það síðasta. Svo virðist sem flokkurinn sé að ná þeirri stöðu sem hann hafði um og uppúr áramótum. Borgarahreyfingin er komin í hlutverk hins hefðbundna fimmta flokks á þingi og tekur við þeirri stöðu af Frjálslynda flokknum. Fimmti flokkurinn hefur verið til á þinginu allt frá árninu 1971 en þeir flokkar hafa nær ætíð verið dæmdir til stjórnarandstöðu og enginn þeirra hefur orðið langlífur. Nú eru hinsvegar smámöguleikar á að flokkurinn komist strax í stjórn ef svo fer að Samfylkingin og Vinstri grænir nái ekki saman. Sjálfstæðisflokkurinn horfir fram á stærsta ósigur í sögu sinni af ástæðum sem óþarft er að rifja upp enn og aftur. Vinstri grænir mega vel við una þótt úrslitin hafi vissulega valdið þeim vonbrigðum. Skoðanakannanir höfðu gefið þeim vonir um að verða nær jafnstór flokkur og Samfylkingin en það gekk ekki eftir. Hér ber svo að nefna að útstrikanir geta haft töluverð áhrif á lokaniðurstöður einkum í Reykjavíkurkjördæmunum báðum og hugsanlega Suðurkjördæmi. Atkvæðaseðlar með útstrikunum eru taldir síðastir í nótt. Vitað er að fjöldi útstrikana var á atkvæðum greiddum Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni. Þessi atkvæði gætu breytt fjölda kjördæmakjörinna manna hjá þessum flokkum og þá á kostnað Vinstri grænna og Framsóknar. Álitsgjafar: Einar Mar Þórðarson stjórnmálafræðingur, Bjarni Harðarson bóksali, Svanborg Sigmarsdóttir blaðamaður, Birgir Guðmundsson kennari, Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur. Kosningar 2009 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fleiri fréttir Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Sjá meira
Meginniðurstaða kosninganna er sú að Samfylkingin hefur tekið við lykilstöðu Sjálfstæðisflokksins sem stærsti flokkur landsins. Þetta gerir það að verkum að Samfylkingin hefur nú möguleika á því að mynda meirihluta með einum flokki hvort sem er til vinstri eða hægri við sig. Eins og stendur eru allar líkur á að Samfylkingin myndi stjórn til vinstri við sig og haldi áfram samstarfinu við Vinstri græna. Einn möguleiki er á öðru stjórnarmynstri , það er að Samfylkingin myndi stjórn með Framsókn og Borgarahreyfingunni en það er fremur ólíklegt. Og ólíklegast af öllu er að Samfylkingin myndi stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Hvað aðra flokka varðar má nefna að Framsóknarflokkurinn er að fá ágæta útkomu í þessum kosningum. Bætir við sig tveimur þingmönnum sem er nokkuð sem ekki var í kortunum í skoðannakönnunum allt undir það síðasta. Svo virðist sem flokkurinn sé að ná þeirri stöðu sem hann hafði um og uppúr áramótum. Borgarahreyfingin er komin í hlutverk hins hefðbundna fimmta flokks á þingi og tekur við þeirri stöðu af Frjálslynda flokknum. Fimmti flokkurinn hefur verið til á þinginu allt frá árninu 1971 en þeir flokkar hafa nær ætíð verið dæmdir til stjórnarandstöðu og enginn þeirra hefur orðið langlífur. Nú eru hinsvegar smámöguleikar á að flokkurinn komist strax í stjórn ef svo fer að Samfylkingin og Vinstri grænir nái ekki saman. Sjálfstæðisflokkurinn horfir fram á stærsta ósigur í sögu sinni af ástæðum sem óþarft er að rifja upp enn og aftur. Vinstri grænir mega vel við una þótt úrslitin hafi vissulega valdið þeim vonbrigðum. Skoðanakannanir höfðu gefið þeim vonir um að verða nær jafnstór flokkur og Samfylkingin en það gekk ekki eftir. Hér ber svo að nefna að útstrikanir geta haft töluverð áhrif á lokaniðurstöður einkum í Reykjavíkurkjördæmunum báðum og hugsanlega Suðurkjördæmi. Atkvæðaseðlar með útstrikunum eru taldir síðastir í nótt. Vitað er að fjöldi útstrikana var á atkvæðum greiddum Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni. Þessi atkvæði gætu breytt fjölda kjördæmakjörinna manna hjá þessum flokkum og þá á kostnað Vinstri grænna og Framsóknar. Álitsgjafar: Einar Mar Þórðarson stjórnmálafræðingur, Bjarni Harðarson bóksali, Svanborg Sigmarsdóttir blaðamaður, Birgir Guðmundsson kennari, Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur.
Kosningar 2009 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fleiri fréttir Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Sjá meira