Handbolti

Björgvin og félagar sátu eftir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Björgvin Páll Gústavsson í leik með íslenska landsliðinu.
Björgvin Páll Gústavsson í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/Stefán
Björgvin Páll Gústavsson og félagar í svissneska liðinu Kadetten Schaffhausen urðu að sætta sig við að komast ekki í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

Sérstakur aukariðill fór fram á Spáni um helgina þar sem fjögur lið kepptu um eitt sæti í Meistaradeildinni.

Kadetten Schaffhausen kom liða mest á óvart í mótinu og unnu í dag góðan sigur á Celje Lasko, 31-27. Liðið fékk því fimm stig í riðlinum, rétt eins og heimaliðið, Ademar Leon.

Ademar Leon var þó með betra markahlutfall eftir stórsigur liðsins á þýska liðinu Lemgo í dag, 31-21. Vignir Svavarsson skoraði þrjú mörk fyrir Lemgo en Logi Geirsson spilaði ekki vegna meiðsla.

Björgvin Páll Gústavsson varði mark Schaffhausen um helgina og stóð sig afar vel en liðið keppir þó í Evrópukeppni bikarhafa í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×