Umfj.: Haukar unnu tvíframlengdan Hafnarfjarðarslag Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 6. desember 2009 18:03 Einar Örn Jónsson skoraði mikilvægt mark í leiknum í dag. Mynd/Stefán Í dag fór fram Hafnarfjarðarslagur í Eimskips-bikar karla í handknattleik er FH tók á móti Haukum í Kaplakrika. Þessi leikur var miklu meira en bara handboltaleikur því liðin voru einnig að spila um stolt bæjarins. Það voru Haukar sem báru sigur úr býtum, 38-37, í tvíframlengdum, bráðskemmtilegum og dramatískum leik. FH-ingar mættu brjálaðir til leiks og skoruðu fyrstu þrjú mörkin. Þeir börðust allir sem einn eins og ljón í vörninni og spiluðu hraðan sóknarleik. Gestirnir voru hinsvegar lengur í gang en eftir tíu mínútna leik var loksins kveiknað á lærisveinum Arons Kristjánssonar og komust þeir þá yfir í fyrsta sinn, staðan, 6-7. Það var mikill hiti í mönnum í Hafnarfirði í dag. Dómarar leiksins þurftu að stöðva leikinn í þrígang til að róa þjálfarana Aron og Einar niður. Daníel Andrésson, markmaður FH, kom inn á í stöðunni 11-11, hann byrjaði á því að verja víti sem kveikti vel í honum því hann lokaði gjörsamlega markinu. Heimamenn nýttu sér það vel og náðu þriggja marka forystu. Aroni Kristjánssyni, þjálfara Hauka leist ekki á blikuna og tók leikhlé í stöðunni 14-11. Það vakti óneitanlega athygli þegar að leiser geisla var beint í andlit dómara leiksins úr stúkunni og í enn eitt skiptið var leikurinn stöðvaður. Slíkt á að sjálfsögðu ekki að sjást í íþróttahúsum landsins. Umdeilt atvik átti sér stað er Ólafur Gústafsson, leikmaður FH, fékk að líta rauða spjaldið á 26. minútu eftir að hafa slegið í andlitið á Elíasi Má Halldórssyni. Allt var brjálað í höllinni og ætlaði allt um koll að keyra. FH tók leikhlé, unnu boltann og skoruðu áður en flautið gall, staðan í hálfeik, 18-15. Birkir Ívar vaknaði og gaf Hauka liðinu auka kraft með góðum markvörslum í upphafi síðari hálfleiks sem og þeir nýttu sér vel, skoruðu þrjú mörk í röð og komnir aftur inn í leikinn. Góð vörn, mikil baráttu og góð markvarsla hjá báðum var í fyrirrúmi síðasta korterið af leiknum. Liðin skiptust á að skora og síðustu fimm mínúturnar af venjulegum leiktíma voru stórkostleg skemmtun. Þegar 30 sekúndur voru eftir var staðan 29-28 fyrir FH. Einar Örn Jónsson fékk boltann í horninu og jafnaði fyrir Hauka, staðan 29-29 og tryggði gestunum þar með framlengingu. Daníel varði vel í markinu hjá FH á meðan að Ásbjörn Friðriksson var óhræddur í sókninni og skoraði tvö mörk. Guðmundur Árni Ólafsson minnkaði muninn fyrir gestina en svo fengu Haukar aukakast þegar ein sekúnda var eftir af fyrri hálfleik í framlengingunni. Sigurbergur Sveinsson gerði sér lítið fyrir og setti boltann í netið beint úr aukakastinu og jafnaði leikinn, 31-31. FH missti boltan klaufalega í seinni hluta framlengingunnar, Björgvin Hólmgeirsson skoraði og kom Haukum yfir. Birkir Ívar, markmaður Hauka varði í næstu sókn lykilmarkvörslu. Gestirnir voru fljótir fram í sókn og þar svaraði Daníel í marki heimamanna með frábærri vörslu. FH fengu víti þegar að 40 sekúndur voru eftir. Það var sett í hendurnar á Bjarna Fritzsyni að kasta og hann skoraði örugglega. Gestirnir tóku miðju, æddu upp völlin en skot þeirra yfir markið og leikurinn á leið í tvíframlengingu. Staðan eftir fyrri framlengingu, 33-33. Þegar hér er komið við sögu voru allar hurðir í Kaplakrika opnar, fólk rennandi blautt af svita á pöllunum að öskra örmagna leikmenn sinna liða áfram. Stórkostleg stemning. Daníel Andrésson hélt upptæknum hætti og varði vel. Birkir Ívar sömuleiðis hinu megin á vellinum. Sigurbergur Sveinsson skoraði, 33-34. Ólafur Guðmundsson jafnaði hinu megin og staðan 34-34 þegar þriðja hluta í framlengingu lauk. FH fiskaði víti í fyrstu sókn sinni í lokaleikhlutanum. Bjarni Fritzson fór enn og aftur á punktinn og skoraði. Haukamaðurinn Freyr Brynjarsson stal síðan boltanum af FH og skoraði úr hraðaupphlaupi. Bjarni Fritzson kom svo fljúgandi úr horninu í næstu sókn og hélt sínum mönnum í leiknum. Sigurbergur Sveinsson og Freyr Brynjarsson kláruðu svo þennan ævintýralega bardaga hafnfirsku liðanna með sitthvoru markinu. FH-ingar minnkuðu muninn þegar að Haukar voru nánast komnir upp í stúku að fagna með áhorfendum sínum en stórkostlegri skemmtun lauk sem fyrr segir með sigri Hauka, 37-38. FH-Haukar 37-38 (18-15) Mörk FH (skot): Bjarni Fritzson 9/6 (12), Ásbjörn Friðriksson 8 (13), Ólafur Guðmundsson 6 (12), Jón Heiðar Gunnarsson 4 (4), Örn Ingi Bjarkason 4 (7), Ólafur Gústafsson 3 (8), Hermann Ragnar Björnsson 1 (1), Benedikt Reynir Kristinsson 1 (2), Sigurgeir Árni Ægisson 1 (2).Varin skot: Pálmar Pétursson 4 (11/3) 36%. Daníel Andrésson 16/1 (27/3) 59%Hraðaupphlaup: 7 (Jón Heiðar 2, Ólafur Guðm. 2, Bjarni Fritzson, Sigurgeir, Ólafur Gústafsson) Fiskuð víti: 5 (Jón Heiðar 2, Ólafur Guðm, Örn Ingi, Hermann Ragnar) Utan vallar: 12 min. Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 10/2 (22), Björgvin Hólmgeirsson 6 (17), Guðmundur Árni Ólafsson 6/4 (6), Einar Örn Jónsson 5 (6), Pétur Pálsson 4 (6), Freyr Brynjarsson 4 (7), Elías Már Halldórsson 3 (3). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 16 (35/4) 46%. Aron Rafn Eðvarðsson 1. Hraðaupphlaup: 4 (Freyr Brynjarsson 3, Stefán) Fiskuð víti: 7 (Pétur 3, Björgvin, Einar Örn, Elías, Freyr) Utan vallar: 10 min. Dómarar: Hafsteinn Ingibergsson og Gísli Hlynur Jóhansson, misstu tökin á leiknum oft á tíðum. Íslenski handboltinn Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Sjá meira
Í dag fór fram Hafnarfjarðarslagur í Eimskips-bikar karla í handknattleik er FH tók á móti Haukum í Kaplakrika. Þessi leikur var miklu meira en bara handboltaleikur því liðin voru einnig að spila um stolt bæjarins. Það voru Haukar sem báru sigur úr býtum, 38-37, í tvíframlengdum, bráðskemmtilegum og dramatískum leik. FH-ingar mættu brjálaðir til leiks og skoruðu fyrstu þrjú mörkin. Þeir börðust allir sem einn eins og ljón í vörninni og spiluðu hraðan sóknarleik. Gestirnir voru hinsvegar lengur í gang en eftir tíu mínútna leik var loksins kveiknað á lærisveinum Arons Kristjánssonar og komust þeir þá yfir í fyrsta sinn, staðan, 6-7. Það var mikill hiti í mönnum í Hafnarfirði í dag. Dómarar leiksins þurftu að stöðva leikinn í þrígang til að róa þjálfarana Aron og Einar niður. Daníel Andrésson, markmaður FH, kom inn á í stöðunni 11-11, hann byrjaði á því að verja víti sem kveikti vel í honum því hann lokaði gjörsamlega markinu. Heimamenn nýttu sér það vel og náðu þriggja marka forystu. Aroni Kristjánssyni, þjálfara Hauka leist ekki á blikuna og tók leikhlé í stöðunni 14-11. Það vakti óneitanlega athygli þegar að leiser geisla var beint í andlit dómara leiksins úr stúkunni og í enn eitt skiptið var leikurinn stöðvaður. Slíkt á að sjálfsögðu ekki að sjást í íþróttahúsum landsins. Umdeilt atvik átti sér stað er Ólafur Gústafsson, leikmaður FH, fékk að líta rauða spjaldið á 26. minútu eftir að hafa slegið í andlitið á Elíasi Má Halldórssyni. Allt var brjálað í höllinni og ætlaði allt um koll að keyra. FH tók leikhlé, unnu boltann og skoruðu áður en flautið gall, staðan í hálfeik, 18-15. Birkir Ívar vaknaði og gaf Hauka liðinu auka kraft með góðum markvörslum í upphafi síðari hálfleiks sem og þeir nýttu sér vel, skoruðu þrjú mörk í röð og komnir aftur inn í leikinn. Góð vörn, mikil baráttu og góð markvarsla hjá báðum var í fyrirrúmi síðasta korterið af leiknum. Liðin skiptust á að skora og síðustu fimm mínúturnar af venjulegum leiktíma voru stórkostleg skemmtun. Þegar 30 sekúndur voru eftir var staðan 29-28 fyrir FH. Einar Örn Jónsson fékk boltann í horninu og jafnaði fyrir Hauka, staðan 29-29 og tryggði gestunum þar með framlengingu. Daníel varði vel í markinu hjá FH á meðan að Ásbjörn Friðriksson var óhræddur í sókninni og skoraði tvö mörk. Guðmundur Árni Ólafsson minnkaði muninn fyrir gestina en svo fengu Haukar aukakast þegar ein sekúnda var eftir af fyrri hálfleik í framlengingunni. Sigurbergur Sveinsson gerði sér lítið fyrir og setti boltann í netið beint úr aukakastinu og jafnaði leikinn, 31-31. FH missti boltan klaufalega í seinni hluta framlengingunnar, Björgvin Hólmgeirsson skoraði og kom Haukum yfir. Birkir Ívar, markmaður Hauka varði í næstu sókn lykilmarkvörslu. Gestirnir voru fljótir fram í sókn og þar svaraði Daníel í marki heimamanna með frábærri vörslu. FH fengu víti þegar að 40 sekúndur voru eftir. Það var sett í hendurnar á Bjarna Fritzsyni að kasta og hann skoraði örugglega. Gestirnir tóku miðju, æddu upp völlin en skot þeirra yfir markið og leikurinn á leið í tvíframlengingu. Staðan eftir fyrri framlengingu, 33-33. Þegar hér er komið við sögu voru allar hurðir í Kaplakrika opnar, fólk rennandi blautt af svita á pöllunum að öskra örmagna leikmenn sinna liða áfram. Stórkostleg stemning. Daníel Andrésson hélt upptæknum hætti og varði vel. Birkir Ívar sömuleiðis hinu megin á vellinum. Sigurbergur Sveinsson skoraði, 33-34. Ólafur Guðmundsson jafnaði hinu megin og staðan 34-34 þegar þriðja hluta í framlengingu lauk. FH fiskaði víti í fyrstu sókn sinni í lokaleikhlutanum. Bjarni Fritzson fór enn og aftur á punktinn og skoraði. Haukamaðurinn Freyr Brynjarsson stal síðan boltanum af FH og skoraði úr hraðaupphlaupi. Bjarni Fritzson kom svo fljúgandi úr horninu í næstu sókn og hélt sínum mönnum í leiknum. Sigurbergur Sveinsson og Freyr Brynjarsson kláruðu svo þennan ævintýralega bardaga hafnfirsku liðanna með sitthvoru markinu. FH-ingar minnkuðu muninn þegar að Haukar voru nánast komnir upp í stúku að fagna með áhorfendum sínum en stórkostlegri skemmtun lauk sem fyrr segir með sigri Hauka, 37-38. FH-Haukar 37-38 (18-15) Mörk FH (skot): Bjarni Fritzson 9/6 (12), Ásbjörn Friðriksson 8 (13), Ólafur Guðmundsson 6 (12), Jón Heiðar Gunnarsson 4 (4), Örn Ingi Bjarkason 4 (7), Ólafur Gústafsson 3 (8), Hermann Ragnar Björnsson 1 (1), Benedikt Reynir Kristinsson 1 (2), Sigurgeir Árni Ægisson 1 (2).Varin skot: Pálmar Pétursson 4 (11/3) 36%. Daníel Andrésson 16/1 (27/3) 59%Hraðaupphlaup: 7 (Jón Heiðar 2, Ólafur Guðm. 2, Bjarni Fritzson, Sigurgeir, Ólafur Gústafsson) Fiskuð víti: 5 (Jón Heiðar 2, Ólafur Guðm, Örn Ingi, Hermann Ragnar) Utan vallar: 12 min. Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 10/2 (22), Björgvin Hólmgeirsson 6 (17), Guðmundur Árni Ólafsson 6/4 (6), Einar Örn Jónsson 5 (6), Pétur Pálsson 4 (6), Freyr Brynjarsson 4 (7), Elías Már Halldórsson 3 (3). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 16 (35/4) 46%. Aron Rafn Eðvarðsson 1. Hraðaupphlaup: 4 (Freyr Brynjarsson 3, Stefán) Fiskuð víti: 7 (Pétur 3, Björgvin, Einar Örn, Elías, Freyr) Utan vallar: 10 min. Dómarar: Hafsteinn Ingibergsson og Gísli Hlynur Jóhansson, misstu tökin á leiknum oft á tíðum.
Íslenski handboltinn Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti