Viðskipti erlent

Kaupa írska verðbréfamiðlun Landsbankans á innan við hálfvirði

Starfsmenn og stjórnendur Merrion Capital, verðbréfamiðlunar Landsbankans á Írlandi, hafa fest kaup á 84% af miðluninni. Verðið sem þeir borga fyrir miðlunina nemur rúmlega 39 milljón pundum, eða 6,4 milljörðum kr. sem er innan við hálfvirði þess sem Landsbankinn keypti miðlunina á árið 2005.

Í frétt um málið á Reuters kemur fram að starfsmennnirnir og stjórnendurnir eru nú að semja um kaupin á þeim 16% sem eftir standa. Segir Reuters að þeir fái miðlunina með "verulegum afslætti" en Landsbankinn keypti Merrion á 90 milljónir punda, eða yfir 14 milljarða kr. á sínum tíma.

Merrion Capital var stofnað árið 1999 og vinna um 100 manns hjá því. John Conroy forstjóri miðlunarinnar segir að miklar breytingar séu nú að verða á írsku fjármálalífi sökum kreppunnar. "Fyrirtæki verða að aðlaga sig að þessum breytingum," segir hann.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×