Fótbolti

Liverpool og Chelsea mætast fimmta árið í röð í Meistaradeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Chelsea fagnaði á móti Liverpool í Meistaradeildinni í fyrra.
Chelsea fagnaði á móti Liverpool í Meistaradeildinni í fyrra. Mynd/AFP

Ensku liðin Liverpool og Chelsea drógust enn á ný saman í Meistaradeildinni í fótbolta þegar dregið var í átta liða úrslitin í dag. Þetta er fimmta árið í röð sem liðin mætast sem er nýtt met.

Gamla metið áttu lið Deportivo La Coruna frá Spáni og Juventus frá Ítalíu sem mættust fjögur tímabil í röð á sínum. Það hafa bara tvö félög mæst oftar í Meistaradeildinni en það eru lið Bayern München frá Þýskalandi og Real Madrid frá Spáni sem hafa spila tólf innbyrðisleiki í keppninni.

Chelsea á seinni leikinn heima en það lið sem hefur átt seinni leikinn heima í viðureignum liðanna í útsláttarkeppninni síðustu ár hefur alltaf farið áfram.

Leikir Liverpool og Chelsea í Meistaradeildinni:

2004/2005 Undanúrslit

Chelsea-Liverpool 0-0

Liverpool-Chelsea 1-0

2005/2006 Riðlakeppnin

Liverpool-Chelsea 0-0

Chelsea-Liverpool 0-0

2006/2007 Undanúrslit

Chelsea-Liverpool 1-0

Liverpool-Chelsea 1-0 (4-1 í vítakeppni)

2007/2008 Undanúrslit

Liverpool-Chelsea 1-1

Chelsea-Liverpool 3-2

2008/2009 8 liða úrslit

Fyrri leikur í Liverpool






Fleiri fréttir

Sjá meira


×