Enrico Preziosi, forseti ítalska úrvalsdeildarfélagsins Genoa, hefur staðfest að þeir Diego Milito og Thiago Motta eru á leið til Ítalíumeistara Inter.
Genoa fær reiðufé sem og leikmanninn Robert Acquafresca í staðinn fyrir þá Milito og Motta sem Inter hefur verið að eltast við í þó nokkurn tíma.
„Ég hitti Massimo Moratti (forseta Inter) og við fengum okkur morgunverð og komust svo að samkomulagi," sagði Preziosi í samtali við ítalska fjölmiðla.
„Þetta var erfið ákvörðun en við þökkum leikmönnum innilega fyrir framlag þeirra á þessu ári."
