Skattastefnan og jöfnuður 16. desember 2009 06:00 Björgvin Guðmundsson skrifar um skattamál. Atvinnurekendur ráku upp mikið ramakvein vegna hugmynda ríkisstjórnarinnar um að leggja á orku- og auðlindaskatt. Upphaflega var gert ráð fyrir því í fjárlagafrumvarpinu, að slíkur skattur gæti gefið 16 milljarða í ríkissjóð en ekki var að finna í frumvarpinu neina útfærslu á slíkum skatti. Síðar var horfið frá svo háum skatti og ákveðið að hafa hann mikið lægri. Sérstaklega var kvartað mikið vegna nýja skattsins af hálfu álfyrirtækjanna eða talsmanna þeirra. Hugmyndin er sú, að skatturinn verði lagður á orkusölu til þeirra. Ekki var rætt um það háan skatt, að hann myndi íþyngja álfyrirtækjunum um of. Umhverfið hér hefur verið þessum fyrirtækjum mjög hagstætt að undanförnu m.a. vegna lágs orkuverðs og mikils gengisfalls krónunnar. Þau hafa hagnast mikið á hagstæðu gengi. Meira réttlæti í skattamálumRíkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna er ákveðin í því að koma á meira réttlæti í skattamálum, leggja hærri skatta en áður á hátekjumenn og fyrirtæki en lægri skatta en áður á lágtekjufólk. Ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks og Framsóknar höfðu þveröfuga stefnu í skattamálum. Þær léttu sköttum af hátekjufólki og atvinnurekendum en þyngdu skatta á lágtekjufólki. Þessi stefna jók ójöfnuð í landinu og var mjög óréttlát. Kominn er tími til að leiðrétta hana. Álagning orku- og auðlindaskatts er liður í því svo og að hækka verulega fjármagnstekjuskatt. Hann var 10%, sennilega sá lægsti á byggðu bóli. Margir fjármagnseigendur hafa ekki greitt neinn tekjuskatt eða útsvar heldur aðeins 10% fjármagnstekjuskatt á sama tíma og launafólk hefur greitt 37% skatt. Ríkisstjórnin hyggst minnka þetta bil og fara með fjármagnstekjuskatt hærra. Það er rétt skref. Jafnframt hyggst ríkisstjórnin setja frítekjumark fyrir ákveðnar sparifjárupphæðir, sem fólk á í banka, svo það þurfi ekki að greiða fjármagnstekjuskatt af tiltölulega lágum sparifjárupphæðum. Hækka verður skattleysismörkin meiraSamkvæmt fjárlagafrumvarpinu verða skattar hækkaðir mikið, bæði beinir og óbeinir skattar. Það er óhjákvæmilegt vegna mikils halla á ríkissjóði. Það þarf að minnka hallann verulega. Fjármálaráðherra segir að skattar í heild verði svipaðir sem hlutfall af landsframleiðslu og þeir voru fyrir nokkrum árum. Ég fagna því, að ríkisstjórnin ætli að leggja skattana þannig á einstaklinga að þeir komi léttar niður á lágtekjufólki og þyngra á hátekjufólki. En fréttir um að ekki verði staðið við hækkun skattleysismarka eins og lofað hafði verið eru ekki í samræmi við fyrri stefnu ríkisstjórnarinnar. Þau verða þó hækkuð nokkuð. Skattleysismörkin verða að hækka meira. Það er besta leiðin til þess að bæta kjör láglaunafólks og eldri borgara. Verkalýðshreyfingin hefur þegar mótmælt því að ríkisstjórnin sé að falla frá ráðgerðri hækkun skattleysismarka og krefst þess að staðið verði við það fyrirheit. Það var ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks sem ákvað að skattleysismörkin skyldu hækkuð í áföngum á nokkrum árum og það var síðan ítrekað í stöðugleikasáttmálanum. Núverandi ríkisstjórn er aðili að sáttmálanum. Hún verður að standa við hann. Samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks áttu skattleysismörk að hækka um 20 þús. (á mánuði) árlega í 3 ár. Skattleysismörkin áttu í ár að hækka um 20 þús. á mánuði. Sköttum dreift réttlátlegaStefnan í skattamálum segir mikið til um það hvert stjórnvöld vilja stefna. Núverandi ríkisstjórn Samfylkingar og VG vill kenna sig við félagshyggju og velferðarkerfi. Stefnan í skattamálum segir mikið til um það hvort ríkisstjórnin stendur undir nafni. Það er eðlilegt að félagshyggjustjórn noti skattastefnuna til þess að jafna tekjur í þjóðfélaginu. Og það er hún nú að reyna að gera með því að hækka skatta á fyrirtækjum, fjármagnseigendum og háum tekjum og létta skatta láglaunafólks. Það er tími til kominn eftir að láglaunafólk hefur árum saman verið skattpínt af ríkisstjórnum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Ég skora á ríkisstjórnina að halda fast við þessa stefnu þrátt fyrir hávær mótmæli samtaka atvinnurekenda og fulltrúa álverksmiðja. Samkvæmt skýrslu,sem OECD birti um skattamál á Íslandi í fyrra hækkuðu skattar hér á tímabilinu 1990-2006 úr 38% af landsframleiðslu í 48%. Á sama tíma hækkuðu skattar á lágtekjufólki um 15 prósentustig. Þessi skýrsla talar sínu máli um áhrif íhalds og framsóknar á skattamálin hér á landi. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Er ballið að byrja? Fastir pennar Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Björgvin Guðmundsson skrifar um skattamál. Atvinnurekendur ráku upp mikið ramakvein vegna hugmynda ríkisstjórnarinnar um að leggja á orku- og auðlindaskatt. Upphaflega var gert ráð fyrir því í fjárlagafrumvarpinu, að slíkur skattur gæti gefið 16 milljarða í ríkissjóð en ekki var að finna í frumvarpinu neina útfærslu á slíkum skatti. Síðar var horfið frá svo háum skatti og ákveðið að hafa hann mikið lægri. Sérstaklega var kvartað mikið vegna nýja skattsins af hálfu álfyrirtækjanna eða talsmanna þeirra. Hugmyndin er sú, að skatturinn verði lagður á orkusölu til þeirra. Ekki var rætt um það háan skatt, að hann myndi íþyngja álfyrirtækjunum um of. Umhverfið hér hefur verið þessum fyrirtækjum mjög hagstætt að undanförnu m.a. vegna lágs orkuverðs og mikils gengisfalls krónunnar. Þau hafa hagnast mikið á hagstæðu gengi. Meira réttlæti í skattamálumRíkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna er ákveðin í því að koma á meira réttlæti í skattamálum, leggja hærri skatta en áður á hátekjumenn og fyrirtæki en lægri skatta en áður á lágtekjufólk. Ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks og Framsóknar höfðu þveröfuga stefnu í skattamálum. Þær léttu sköttum af hátekjufólki og atvinnurekendum en þyngdu skatta á lágtekjufólki. Þessi stefna jók ójöfnuð í landinu og var mjög óréttlát. Kominn er tími til að leiðrétta hana. Álagning orku- og auðlindaskatts er liður í því svo og að hækka verulega fjármagnstekjuskatt. Hann var 10%, sennilega sá lægsti á byggðu bóli. Margir fjármagnseigendur hafa ekki greitt neinn tekjuskatt eða útsvar heldur aðeins 10% fjármagnstekjuskatt á sama tíma og launafólk hefur greitt 37% skatt. Ríkisstjórnin hyggst minnka þetta bil og fara með fjármagnstekjuskatt hærra. Það er rétt skref. Jafnframt hyggst ríkisstjórnin setja frítekjumark fyrir ákveðnar sparifjárupphæðir, sem fólk á í banka, svo það þurfi ekki að greiða fjármagnstekjuskatt af tiltölulega lágum sparifjárupphæðum. Hækka verður skattleysismörkin meiraSamkvæmt fjárlagafrumvarpinu verða skattar hækkaðir mikið, bæði beinir og óbeinir skattar. Það er óhjákvæmilegt vegna mikils halla á ríkissjóði. Það þarf að minnka hallann verulega. Fjármálaráðherra segir að skattar í heild verði svipaðir sem hlutfall af landsframleiðslu og þeir voru fyrir nokkrum árum. Ég fagna því, að ríkisstjórnin ætli að leggja skattana þannig á einstaklinga að þeir komi léttar niður á lágtekjufólki og þyngra á hátekjufólki. En fréttir um að ekki verði staðið við hækkun skattleysismarka eins og lofað hafði verið eru ekki í samræmi við fyrri stefnu ríkisstjórnarinnar. Þau verða þó hækkuð nokkuð. Skattleysismörkin verða að hækka meira. Það er besta leiðin til þess að bæta kjör láglaunafólks og eldri borgara. Verkalýðshreyfingin hefur þegar mótmælt því að ríkisstjórnin sé að falla frá ráðgerðri hækkun skattleysismarka og krefst þess að staðið verði við það fyrirheit. Það var ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks sem ákvað að skattleysismörkin skyldu hækkuð í áföngum á nokkrum árum og það var síðan ítrekað í stöðugleikasáttmálanum. Núverandi ríkisstjórn er aðili að sáttmálanum. Hún verður að standa við hann. Samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks áttu skattleysismörk að hækka um 20 þús. (á mánuði) árlega í 3 ár. Skattleysismörkin áttu í ár að hækka um 20 þús. á mánuði. Sköttum dreift réttlátlegaStefnan í skattamálum segir mikið til um það hvert stjórnvöld vilja stefna. Núverandi ríkisstjórn Samfylkingar og VG vill kenna sig við félagshyggju og velferðarkerfi. Stefnan í skattamálum segir mikið til um það hvort ríkisstjórnin stendur undir nafni. Það er eðlilegt að félagshyggjustjórn noti skattastefnuna til þess að jafna tekjur í þjóðfélaginu. Og það er hún nú að reyna að gera með því að hækka skatta á fyrirtækjum, fjármagnseigendum og háum tekjum og létta skatta láglaunafólks. Það er tími til kominn eftir að láglaunafólk hefur árum saman verið skattpínt af ríkisstjórnum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Ég skora á ríkisstjórnina að halda fast við þessa stefnu þrátt fyrir hávær mótmæli samtaka atvinnurekenda og fulltrúa álverksmiðja. Samkvæmt skýrslu,sem OECD birti um skattamál á Íslandi í fyrra hækkuðu skattar hér á tímabilinu 1990-2006 úr 38% af landsframleiðslu í 48%. Á sama tíma hækkuðu skattar á lágtekjufólki um 15 prósentustig. Þessi skýrsla talar sínu máli um áhrif íhalds og framsóknar á skattamálin hér á landi. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun