Arndís María Erlingsdóttir, vinstri hornamaður úr Gróttu, hefur gert tveggja ára samning við Val og mun spila með liðinu í N1 deild kvenna í vetur.
Arndís María er 25 ára gömul og hefur spilað með meistaraflokki Gróttu síðan tímabilið 2001 til 2002. Arndís skoraði 30 mörk í 21 leikjum í fyrra en árið áður skoraði hún 49 mörk í 24 leikjum.
Arndís María mun væntanlega fylla í skarð landsliðskonunnar Dagnýjar Skúladóttur sem mun ekki spila með liðinu næsta vetur þar sem að hún ber barn undir belti.