Warner áfram hjá Cardinals Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. mars 2009 20:41 Warner kom Cardinals í SuperBowl í fyrsta skipti í sögu félagsins. Nordic Photos/Getty Images Hinn 37 ára gamli leikstjórnandi, Kurt Warner, ætlar ekki að leggja skóna á hilluna og hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Arizona Cardinals. Warner fær 23 milljónir fyrir þennan tveggja ára samning. Það er fínn samningur en Warner vildi meira og komast í topp fimm hóp leikstjórnenda með bestu launin. Hann vildi upprunalega fá 14,5 milljónir á ári. Við þeirri kröfu var ekki orðið. Ferill Warners er eitt öskubuskuævintýri. Honum var aldrei spáð frama. Þegar jafnaldrar hans voru á leiðinni í NFL var hann að raða vörum í hillur. Hann byrjaði svo að spila í Arena Football League, fór þaðan yfir í Evrópudeildina í amerískum fótbolta þar sem hann blómstraði og fékk samning hjá St. Louis Rams. Þar komst hann í liðið þegar Trent Green meiddist. Ævintýrið hélt áfram og hann kom Rams í tvo SuperBowl-leiki á þremur árum. Annan leikinn vann Rams og Warner var kosinn besti leikmaðurinn. Hann lenti svo í miklum meiðslum. Var eitt ár hjá Giants og fór svo til Arizona til að sitja á bekknum. Með þrautseigju tókst honum að vinna sér sæti í liðinu og stýra síðan Cardinals alla leið í SuperBowl í fyrsta skipti í sögu félagsins. Lék hann alveg eins og engill á síðustu leiktíð og bíða menn spenntir eftir að sjá hvort Warner geti leikið þann ótrúlega leik eftir. Erlendar Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Sport Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Fleiri fréttir Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Sjá meira
Hinn 37 ára gamli leikstjórnandi, Kurt Warner, ætlar ekki að leggja skóna á hilluna og hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Arizona Cardinals. Warner fær 23 milljónir fyrir þennan tveggja ára samning. Það er fínn samningur en Warner vildi meira og komast í topp fimm hóp leikstjórnenda með bestu launin. Hann vildi upprunalega fá 14,5 milljónir á ári. Við þeirri kröfu var ekki orðið. Ferill Warners er eitt öskubuskuævintýri. Honum var aldrei spáð frama. Þegar jafnaldrar hans voru á leiðinni í NFL var hann að raða vörum í hillur. Hann byrjaði svo að spila í Arena Football League, fór þaðan yfir í Evrópudeildina í amerískum fótbolta þar sem hann blómstraði og fékk samning hjá St. Louis Rams. Þar komst hann í liðið þegar Trent Green meiddist. Ævintýrið hélt áfram og hann kom Rams í tvo SuperBowl-leiki á þremur árum. Annan leikinn vann Rams og Warner var kosinn besti leikmaðurinn. Hann lenti svo í miklum meiðslum. Var eitt ár hjá Giants og fór svo til Arizona til að sitja á bekknum. Með þrautseigju tókst honum að vinna sér sæti í liðinu og stýra síðan Cardinals alla leið í SuperBowl í fyrsta skipti í sögu félagsins. Lék hann alveg eins og engill á síðustu leiktíð og bíða menn spenntir eftir að sjá hvort Warner geti leikið þann ótrúlega leik eftir.
Erlendar Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Sport Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Fleiri fréttir Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Sjá meira