Óttast mengun á erfðavísum villtra þorska 23. júní 2009 14:58 Úr fiskeldisstöð. Náttúruverndarsinnar óttast að aukning þorskeldis muni leiða til frekari flótta þorsks úr þorskeldum sem leiði til mengunar á erfðavísum villtra þorska. Náttúruverndarsinnar hafa komið þessum áhyggjum sínum á framfæri vegna mikillar aukningar þorskeldis í Evrópu. Noregur er langstærsta þorskeldisþjóð heims með um 80% markaðshlutdeild á heimsvísu. Árið 2007 var framleiðsla þorskeldis í Noregi 10.375 tonn en ári síðar nam framleiðslan 16.523 tonnum, framleiðslan jókst því um 59% milli ára. Náttúrusinnar óttast þær afleiðingar sem aukning þorskeldisins gæti haft í för með sér ef eldisþorskurinn nær að losna úr þorskeldinu og þar með blandast villtum þorski í hafinu. Um það bil 228 þúsund eldisþorskar losnuðu út í hafið við Noregsstrendur árið 2008, samanborið við um 100 þúsund eldislaxa, jafnvel þótt laxeldi sé um 60 sinnum umfangsmeira en þorskeldi. Þegar þorskinum tekst að losna og hrygna út í hafið er hætta á að hann dreifi sjúkdómum í hinn náttúrulega stofn. Sú staðreynd, að þorskeldi hefur aukist gríðarlega um heim allann á undanförnum árum, ýtir undir ótta náttúruverndarsinna. Í Noregi hefur þorskeldi aukist úr 248 tonnum árið 2002 í 16.523 tonn árið 2009 eða meira en 6500% aukning á sjö árum. Framleiðsla á eldisþorski fer fram í Bandaríkjunum, Kanada, Íslandi og Danmörku auk Noregs. Heildar heimsframleiðsla á eldisþorski nemur um 20.000 tonnum samkvæmt heimildum Guardian. Samkvæmt því framleiða fyrrgreindar þjóðir, utan Noregs, innan við 3.500 tonn af því magni. Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Náttúruverndarsinnar óttast að aukning þorskeldis muni leiða til frekari flótta þorsks úr þorskeldum sem leiði til mengunar á erfðavísum villtra þorska. Náttúruverndarsinnar hafa komið þessum áhyggjum sínum á framfæri vegna mikillar aukningar þorskeldis í Evrópu. Noregur er langstærsta þorskeldisþjóð heims með um 80% markaðshlutdeild á heimsvísu. Árið 2007 var framleiðsla þorskeldis í Noregi 10.375 tonn en ári síðar nam framleiðslan 16.523 tonnum, framleiðslan jókst því um 59% milli ára. Náttúrusinnar óttast þær afleiðingar sem aukning þorskeldisins gæti haft í för með sér ef eldisþorskurinn nær að losna úr þorskeldinu og þar með blandast villtum þorski í hafinu. Um það bil 228 þúsund eldisþorskar losnuðu út í hafið við Noregsstrendur árið 2008, samanborið við um 100 þúsund eldislaxa, jafnvel þótt laxeldi sé um 60 sinnum umfangsmeira en þorskeldi. Þegar þorskinum tekst að losna og hrygna út í hafið er hætta á að hann dreifi sjúkdómum í hinn náttúrulega stofn. Sú staðreynd, að þorskeldi hefur aukist gríðarlega um heim allann á undanförnum árum, ýtir undir ótta náttúruverndarsinna. Í Noregi hefur þorskeldi aukist úr 248 tonnum árið 2002 í 16.523 tonn árið 2009 eða meira en 6500% aukning á sjö árum. Framleiðsla á eldisþorski fer fram í Bandaríkjunum, Kanada, Íslandi og Danmörku auk Noregs. Heildar heimsframleiðsla á eldisþorski nemur um 20.000 tonnum samkvæmt heimildum Guardian. Samkvæmt því framleiða fyrrgreindar þjóðir, utan Noregs, innan við 3.500 tonn af því magni.
Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira