Red Bull stefnir á sigur 2009 9. febrúar 2009 10:25 Mark Webber og Sebastian Vettel svipta hulunni af nýja Red Bull bílnum. mynd: getty images Red Bull liðið frumsýndi nýtt ökutæki á Jerz brautinni á Spáni í morgun. Mark Webber og Sebastian Vettel sviptu hulunni af nýja ökutækinu sem nefnist RB5. Bíllinn er með Renault vél og KERS kerfið sem öll lið nota til að auka afl í tilteknum fjölda hringja. Vettel er nýr ökumaður liðsins, en hann ók með Torro Rosso og í fyrra og vann sinn fyrsta sigur í Formúu 1 á Monza brautinni. Við hlið hans er reynsluboltinn Webber, sem hefur náð sér að mestu af fótbroti. Hann lenti í óhappi í þríþrautarkeppni í fyrra þegar bíll ók á hann á reiðhjóli. Red Bull stefnir á sinn fyrsta sigur í Formúlu 1, en þó telur Adrian Newey hönnuður nýja bílsins að færri lið en áður muni vinna Formúlu 1 mót. Christian Horner framkvæmdarstjóri liðsins er honum ekki sammála og telur að leikar verði jafnari en í fyrra. Fimm lið og sjö ökumenn unnu einstök mót í fyrra. "Við höfum aukið stöðugleikann innan liðsins með nýju skipulagi sem ætti að koma okkur til góða. Formúlan er nú ekin og rekin samkvæmt nýjum reglum og ég tel að leikar verði jafnari en nokkru sinni fyrr",, sagði Horner. Sjá nánar um Red Bull bílinn Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Red Bull liðið frumsýndi nýtt ökutæki á Jerz brautinni á Spáni í morgun. Mark Webber og Sebastian Vettel sviptu hulunni af nýja ökutækinu sem nefnist RB5. Bíllinn er með Renault vél og KERS kerfið sem öll lið nota til að auka afl í tilteknum fjölda hringja. Vettel er nýr ökumaður liðsins, en hann ók með Torro Rosso og í fyrra og vann sinn fyrsta sigur í Formúu 1 á Monza brautinni. Við hlið hans er reynsluboltinn Webber, sem hefur náð sér að mestu af fótbroti. Hann lenti í óhappi í þríþrautarkeppni í fyrra þegar bíll ók á hann á reiðhjóli. Red Bull stefnir á sinn fyrsta sigur í Formúlu 1, en þó telur Adrian Newey hönnuður nýja bílsins að færri lið en áður muni vinna Formúlu 1 mót. Christian Horner framkvæmdarstjóri liðsins er honum ekki sammála og telur að leikar verði jafnari en í fyrra. Fimm lið og sjö ökumenn unnu einstök mót í fyrra. "Við höfum aukið stöðugleikann innan liðsins með nýju skipulagi sem ætti að koma okkur til góða. Formúlan er nú ekin og rekin samkvæmt nýjum reglum og ég tel að leikar verði jafnari en nokkru sinni fyrr",, sagði Horner. Sjá nánar um Red Bull bílinn
Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira