Amir Khan, WBA-léttveltivigtarmeistarinn í hnefaleikum, segir að bardagi sinn við Dimitry Salita sem fram fer í desember sé til vitnis um að hann ætli sér ekki að velja auðveldu leiðinu.
Salita er efstur á áskorendalista WBA-hnefaleikasambandsins og Khan segir það á stefnuskrá sinni að berjast við bestu mögulegu andstæðingana hverju sinni.
„Ég hræðist engann og vill bara berjast við bestu andstæðingana sem völ er á. Ég ætla ekki að stytta mér leið að toppnum. Salita er í efsta sæti á áskorendalistanum og því verður þetta risabardagi," segir hinn 22 ára gamli Khan.